Andvari - 01.01.1986, Page 132
130
AÐALGEIR KRISTJÁNSSON
ANDVARI
og afskiptalausir um hagi sjálfra vor, frelsisdagurinn kemur bráðum, hafi
þeir þá þökk er búa oss undir æðri tilveru, skulum við biðja þess af alhuga
að andi þeirra þreytist aldrei og að þeir á endanum - eins og vera á — beri
úr býtum sigurinn yfír hrímþursunum.“
í öðru bréfi dagsettu 8. febrúar 1849 segir Guðmundur: „Nú er
Norðurfari uppseldur, og geri eg ráð um að þú megir senda mér aftur
nokkuð af honum, ef þú heldur áfram með hann. Þykir sumum að þú tala
nokkuð frjálslega og sumstaðar óviðurkvæmilega t. a. m. „þvætti burtu
skrugguskúr skömm og konung[ana])“. Eg fyrir mitt leyti fmn ekki svo
mjög að því, þó konungarnir ofurlítið lægi seglin og fari eftir því sem þegn-
um sínum er fyrir bestu, eða ef þeir láta sér ekki þóknast það þá að víkja úr
hásætinu og sleppa veldissprotanum, en hvað Slesvík áhrærir veit eg ekki
hvurt þeim í Slesvík væri betra að ganga í þýska sambandið og slíta sig frá
Dönum . . . Ritaðu mér nú langt og snjallt bréf með fyrstu skipum um það,
hvurnig þú og aðrir þar ytra vilja hafa stjórnarskipum íslands framvegis,
og í hvaða sambandi við eigum að vera við stjónarskipunina í Danmörku,
hugmyndir okkar hér eru svo óljósar í því falli.“ í bréfi 8. febrúar 1850
kemur fram að Guðmundur heftr ekki fengið síðara bindið af Norðurfara.
„ . . . samt hef eg orðið svo frægur að eg hef fengið að lesa hann, og þykir
mér sæmilega góður á sumum stöðum; en það þykir mér undarlegt, þegar
þú ert að tala um stjónarskipunina á íslandi að þú skulir ekki minnast á
dómsvaldið, hvurt það eigi að vera æðsti dómstóll landsins í Danmörku eða
ekki eða hvar hann eigi að vera, hvurt hjá alþingi eins og í fornöld og það
finnst mér mætti vel vera, og alþing verði haldið þá á hvurju ári.“
Sú þjóðmálaumræða sem einkenndi þessa tíma kemur hvarvetna fram í
bréfunum til Gísla á þessum árum, t. a. m. segir Guðmundur Bjarnason í
bréfi til hans 8. október 1850: „ . . . Fréttir eru héðan aungar, nema að
menn eru að búa sig undir þjóðfundinn að sumri, sýslunefndir eru að fjalla
um grundvallarlögin okkar, vilja sumir hafa jarl en sumir ekki, sumir ráð-
gjafa er hafi vissar greinir af landstjórninni á hendi, aftur vilja aðrir stjórn-
in sé í sameiningu, og má þetta heita samhræringur, sem verður að aðal-
graut í höfuðborginni.
Eg vil hafa eins og fyrrum löggjafar- og dómsvaldið æðsta í höndum al-
þingis og láta það einnig vera stjórnarfund landsins, það er nóg að hafa 1
dómara í yfirréttinum (lögmann) sem getur kallað meðdómendur þegar á
þarf að halda, gömlu stjórnarskipunina finnst mér mega laga svo hún geti
samþýðst þessum tímum og orðið heillavænleg fyrir alda og óborna, af því
hér er svo strjálbygt og samgöngur svo litlar og erfiðar, þyrfti til endurlífg-
unar þjóðarandanum og einingu allra hluta landsins að halda alþing á
hvurju ári, og til að ryðja kviðinn og koma með kviðburðinn og svo“.
Eldmóður og áhugi séra Guðmundar bar ekki þann ávöxt sem hann