Andvari - 01.01.1986, Side 141
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS
139
starfs í alþjóðasamtökum. Smáríkið getur með öðrum orðum aðeins á
grundvelli vinsamlegra samskipta við önnur ríki, með góðri samvinnu við
þau og þátttöku í varnar- og öryggisbandalögum með vinsamlegum ná-
grannaríkjum, tryggt fullveldi sitt, sjálfstæði og öryggi.
Stofnun lýðveldis á íslandi byggðist einmitt á þessum samskiptum við
önnur ríki og viðurkenningu þeirra á fullveldi okkar og sjálfstæði. íslensk
sjálfstæðisbarátta og stofnun lýðveldisins byggðist einnig á hinum friðsam-
legu vinnuaðferðum „diplómatísins“, ekki á uppreisnarástandi og valdbeit-
ingu af einu tagi eða öðru, sem var baráttuaðferð margra annarra ný-
frjálsra þjóða í þeirra sjálfstæðisbaráttu.
Fyrir smáríkið nægir þó ekki að eiga aðeins vinsamleg samskipti við önn-
ur ríki til þess að ná utanríkisstefnumarkmiðum sínum. Því er líka nauð-
synlegt að eiga góða samvinnu við önnur ríki. Óvopnað smáríki eins og
ísland, með sína takmörkuðu möguleika, hefur hvorki efnahagslegt, tækni-
legt, iðnaðarlegt né hernaðarlegt vald til þess að hafa áhrif á stefnu annarra
ríkja. Smáríki getur aðeins höföað til röksemda, sanngirni, réttlætis og
gagnkvæmra hagsmuna ríkja og sóst eftir viðurkenningu þeirra, stuðningi
og samvinnu á þeim grundvelli. Við mótun utanríkisstefnu þarf það að
leita eftir sameiginlegum hagsmunum og sameiginlegum ábata með öðrum
ríkjum. Það er áreiðanlegasti og varanlegasti grundvöllurinn til þess að ná
fram eigin utanríkisstefnumarkmiðum og hagsmunum smáríkisins sjálfs.
Fullveldisjafnrétti ríkja
Öll ríki, smá eða stór, hafa viðurkennt eina grundvallarreglu þjóðarrétt-
arins. Þetta er reglan um fullveldisjafnrétti ríkja, sama hvort þau eru stór eða
smá, voldug eða veikburða.
Þessi grundvallarregla alþjóðalaga byggist ekki aðeins á langri hefö í
samskiptum ríkja, heldur var hún einnig staðfest af aðildarríkjum Samein-
uðu þjóðanna og skrásett í sáttmála S. þ. sem lagaregla.
Það er á grundvelli þessarar algildu reglu alþjóðalaga um fullveldisrétt
ríkja, að ríki eins og Austurríki með um 7,5 milljónir íbúa, er búa á 84.000
km2 lands, hefur sama atkvæðisrétt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna
og t. d. Bandaríkin með um 230 milljónir íbúa, sem búa á 9.400.000 km'
lands, og ísland með aðeins 238 þúsund íbúa á 103.000 km2 lands.
En þrátt fyrir þessa lagareglu um fullveldisjafnrétti ríkja tala menn um
„smáríki“, „miðlungsríki" og „stórveldi“ og áhrifavald þeirra er í raun mis-
jafnt þrátt fyrir fullveldisjafnréttið.
Fullveldisjafnrétti ríkja fylgir mikil ábyrgð, sem hvílir jafnt á öllum aðild-
arríkjum Sameinuðu þjóðanna. Smáríki eins og ísland, sem reka vilja