Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 141

Andvari - 01.01.1986, Page 141
ANDVARI UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS 139 starfs í alþjóðasamtökum. Smáríkið getur með öðrum orðum aðeins á grundvelli vinsamlegra samskipta við önnur ríki, með góðri samvinnu við þau og þátttöku í varnar- og öryggisbandalögum með vinsamlegum ná- grannaríkjum, tryggt fullveldi sitt, sjálfstæði og öryggi. Stofnun lýðveldis á íslandi byggðist einmitt á þessum samskiptum við önnur ríki og viðurkenningu þeirra á fullveldi okkar og sjálfstæði. íslensk sjálfstæðisbarátta og stofnun lýðveldisins byggðist einnig á hinum friðsam- legu vinnuaðferðum „diplómatísins“, ekki á uppreisnarástandi og valdbeit- ingu af einu tagi eða öðru, sem var baráttuaðferð margra annarra ný- frjálsra þjóða í þeirra sjálfstæðisbaráttu. Fyrir smáríkið nægir þó ekki að eiga aðeins vinsamleg samskipti við önn- ur ríki til þess að ná utanríkisstefnumarkmiðum sínum. Því er líka nauð- synlegt að eiga góða samvinnu við önnur ríki. Óvopnað smáríki eins og ísland, með sína takmörkuðu möguleika, hefur hvorki efnahagslegt, tækni- legt, iðnaðarlegt né hernaðarlegt vald til þess að hafa áhrif á stefnu annarra ríkja. Smáríki getur aðeins höföað til röksemda, sanngirni, réttlætis og gagnkvæmra hagsmuna ríkja og sóst eftir viðurkenningu þeirra, stuðningi og samvinnu á þeim grundvelli. Við mótun utanríkisstefnu þarf það að leita eftir sameiginlegum hagsmunum og sameiginlegum ábata með öðrum ríkjum. Það er áreiðanlegasti og varanlegasti grundvöllurinn til þess að ná fram eigin utanríkisstefnumarkmiðum og hagsmunum smáríkisins sjálfs. Fullveldisjafnrétti ríkja Öll ríki, smá eða stór, hafa viðurkennt eina grundvallarreglu þjóðarrétt- arins. Þetta er reglan um fullveldisjafnrétti ríkja, sama hvort þau eru stór eða smá, voldug eða veikburða. Þessi grundvallarregla alþjóðalaga byggist ekki aðeins á langri hefö í samskiptum ríkja, heldur var hún einnig staðfest af aðildarríkjum Samein- uðu þjóðanna og skrásett í sáttmála S. þ. sem lagaregla. Það er á grundvelli þessarar algildu reglu alþjóðalaga um fullveldisrétt ríkja, að ríki eins og Austurríki með um 7,5 milljónir íbúa, er búa á 84.000 km2 lands, hefur sama atkvæðisrétt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og t. d. Bandaríkin með um 230 milljónir íbúa, sem búa á 9.400.000 km' lands, og ísland með aðeins 238 þúsund íbúa á 103.000 km2 lands. En þrátt fyrir þessa lagareglu um fullveldisjafnrétti ríkja tala menn um „smáríki“, „miðlungsríki" og „stórveldi“ og áhrifavald þeirra er í raun mis- jafnt þrátt fyrir fullveldisjafnréttið. Fullveldisjafnrétti ríkja fylgir mikil ábyrgð, sem hvílir jafnt á öllum aðild- arríkjum Sameinuðu þjóðanna. Smáríki eins og ísland, sem reka vilja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.