Andvari - 01.01.1986, Side 145
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA ISLANDS
143
1983, er stutt en inniheldur þó grundvallaratriði íslenskrar utanríkisstefnu
lýðveldistímabilsins. Hún hljóðar svo:
Meginmarkmið utanríkisstefnu íslendinga er að treysta sjálfstæði landsins
og gæta hagsmuna þjóðarinnar. Það verði m. a. gert með þátttöku í norrænu
samstarfi, varnarsamstarfi vestrænna þjóða, alþjóðasamvinnu um efna-
hagsmál, starfi Sameinuðu þjóðanna og stofnana, sem þeim eru tengdar. Á
alþjóðavettvangi beiti ísland sér fyrir aukinni mannúð, mannréttindum og
friði.
Stefna íslands í afvopnunarmálum miðist við að stuðla að gagnkvæmri og
alhliða afvopnun, þar sem framkvæmd verði tryggð með alþjóðlegu eftirliti.
Standa þarf vörð um fyllstu réttindi íslands innan auðlindalögsögunnar,
og réttindi landsins á hafsbotnssvæðunum utan hennar verði tryggð svo sem
alþjóðalög frekast heimila.
Stutt og laggott, má segja um þennan kjarna utanríkisstefnu núverandi
ríkisstjórnar.
En þegar könnun er gerð á utanríkisstefnu íslenska ríkisins lýðveldis-
tímabilið er nauðsynlegt að hafa í huga, hvaða utanríkisstefna hefur í reynd
verið framkvæmd á þessu tímabili. Stefnuyfirlýsingar flokka og einstakra
ríkisstjórna skipta auðvitað máli, en mestu máli skiptir þó sú utanríkis-
stefna, sem stöðugt hefur verið framkvæmd af hverri ríkisstjórn af annarri
þrátt fyrir mismunandi stefnuyfirlýsingar einstakra flokka.
Til þess að koma í veg fyrir misskilning er rétt að taka fram og leggja
sérstaka áherslu á, að þegar hér er talað um íslenska utanríkisstefnu 40 ára
lýðveldistímabilið er miðað við stefnuna eins og hún hefur verið
framkvæmd, ekki mismunandi utanríkisstefnuyflrlýsingar einstakra
flokka, þótt þeir hafi átt aðild að ríkisstjórn.
Skrifa mætti langt mál til skýringar á íslenskri utanríkisstefnu. Rúmið
leyfir þó ekki slíkar bollaleggingar. Niðurstöður athugana minna á málinu
eru þær, að grundvallaratriði íslenskrar utanríkisstefnu, kjarna hennar,
eins og hún hefur verið framkvæmd 40 ára tímabil lýðveldisins megi
greina og setja fram í stuttu og samþjöppuðu formi í átta eftirtöldum
liðum:
1. Að tryggja fullveldi og sjálfstæði íslenska lýðveldisins með því að
stofna til og viðhalda vinsamlegum samskiptum við önnur ríki á
grundvelli gagnkvæmrar fullveldis- og sjálfstæðisviðurkenningar og
virðingar fyrir fullveldisjafnrétd og landfræðilegum yfirráðarétti
ríkisins yfir landi sínu.
2. Að viðhalda öryggi sínu með náinni samvinnu við vestræn ríki og
Bandaríkin svo og með aðild að Atlantshafsbandalaginu eftir að það
var stofnað 1949, og með friðsamlegum samskiptum við öll önnur
ríki.