Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 149
ANDVARI
UTANRÍKISSTEFNA fSLANDS
147
2. Boð íbúafjöldans
Augljóst er að íbúafjöldi ríkis hefur áhrif á utanríkisstefnu þess, ef hann
ekki beinlínis mótar hana að nokkru leyti. Ríki með hundruð milljón íbúa
hefur aðra möguleika, bæði hernaðarlega og efnahagslega, en ríki með fáa
íbúa, e. t. v. aðeins nokkur hundruð þúsund íbúa. Þessi mismunur á mögu-
leikum ríkja vegna mismunandi íbúafjölda hefur óhjákvæmilega áhrif á
móturí utanríkisstefnu ríkis.
ísland er eitt af minnstu fullvalda og sjálfstæðu ríkjum heims í dag. íbúa-
fjöldi í ársbyrjun 1984 var 237.894. Þar af voru 118.182 konur eða 48,7%
en karlmenn á aldrinum 19-66 ára voru 69.573 eða 29,3% af heildaríbúa-
fjöldanum.3)
Víst er, að stjórnmálaleiðtogar slíks smáríkis myndu gera sig hlægilega,
ef þeir færu að hugsa og tala í anda valdbeitingar og ætla sér að tryggja
framgang stefnu sinnar með hótunum um valdbeitingu í samskiptum sín-
um við örtnur ríki. Fámennið gerir það óraunhæft að stofna og viðhalda
her. Af þessu leiðir að slíkt smáríki getur ekki annað en tekið þá stefnu, að
stofna ekki her, taka ekki þátt í stríði, en beita friðsamlegum aðferðum til
þess að leysa sérhvert vandamál, sem upp kann að koma á milli þess og ann-
ars eða annarra ríkja.
Með þetta sjónarmið í huga var íslenska utanríkisþjónustan stofnuð í júlí
1940. Ríkisstjórninni var ljóst, að aðeins eftir diplómatískum leiðum, með
friðsamlegum aðferðum og vinsamlegum samskiptum við önnur ríki, gat
ísland staðist sem fullvalda og sjálfstætt ríki.
Vera má að einhverjum þyki það mótsagnakennt nú, að íslendingar, sem
byggja utanríkisstefnu sína að verulegu leyti á stuðningi við hugsjónir og
þátttöku í starfi Sameinuðu þjóðanna, neituðu að verða við skilyrðum
þeim, sem upphaílega voru sett fyrir aðild að samtökunum. Þetta sögulega
atvik í þróun íslenskrar utanríkisstefnu, sem sumir hafa átt erfitt með að
skilja, verður skiljanlegra þegar það er skoðað í ljósi áhrifa fámennisins á ís-
lenska utanríkisstefnu.
í þessu sambandi má ekki gleymast, að í lok heimsstyrjaldarinnar síðari
vakti það ekki fyrir leiðtogum bandamanna, sem voru frumkvöðlar að
stofnun Sameinuðu þjóðanna, að stofna ríkjasamtök með allsherjarþátt-
töku allra ríkja. Öðru nær. í upphafi, þegar þeir voru að ræða frumdrög að
stofnun S. þ., hugsuðu þeir um stofnunina í ljósi fjandskapar gagnvart
Þjóðverjum, Japönum og bandamönnum þeirra. Af því leiddi að í einni
aðalyfirlýsingunni, sem leiddi til stofnunar Sameinuðu þjóðanna, Washing-
ton-yfírlýsingunni frá 1. janúar 1942, hétu fulltrúar 26 ríkja og strengdu
þess heit að nota alla sína hernaðarlegu og efnahagslegu möguleika gegn
Þýskalandi, Japan og bandamönnum þeirra. Jafnframt skuldbundu þau sig