Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 150
148
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
til þess að vinna saman í stríðinu gegn öxulveldunum og að gera ekki sér-
friðarsamninga við þau. Pessi yfirlýsing var opnuð til undirritunar fyrir
önnur ríki. Bættust þá fulltrúar 21 ríkis við. Aðild að Washington-yfirlýs-
ingunni áttu því samtals 47 ríki.4)
Þegar boðið um þátttöku í stofnráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í San
Fransisco, sem hefjast átti 25. apríl 1945, var sent út 5. mars 1945, fylgdu
því tvö skilyrði, sem væntanlegir stofnaðilar urðu að fullnægja. Fyrst að
hafa lýst yfir stríði gegn Þýskalandi og Japan fyrir 1. mars 1945, og í öðru
lagi, að undirrita Washington-yfirlýsinguna frá 1. janúar 1942.5)
Vegna fámennis íslands og þess, að þjóðin hafði engan her, vildi ekki
liafa her og ekki taka þátt í neinum stríðsrekstri, vildu forystumenn þjóð-
arinnar ekki kaupa aðild að hinum nýju alþjóðasamtökum því verði að
þurfa að segja næstum sigruðum gömlum vini eins og þýsku þjóðinni stríð
á hendur. Hitt var og ljóst, að þótt lítil samskipti hefðu verið milli íslands
og Japans virtist forystumönnum íslendinga það fáránlegt fremur en
hugdjarft, að óvopnað smáríki sem ísland færi að lýsa yfir stríði gegn
Japan, stríðsþjökuðu og sem næst sigruðu fjarlægu ríki, hinum megin á
hnettinum.
Ríkisstjórn íslands lýsti þessum sjónarmiðum fyrir bandamönnum. Jafn-
framt var bent á að ísland hefði áhuga á að gerast stofnaðili að Sameinuðu
þjóðunum, en án þess að segja Þjóðverjum og Japönum stríð á hendur og
án þess að skrifa undir Washington-yfirlýsinguna frá 1. janúar 1942.
Á þessum tíma, þegar bandamenn einbeittu sér ennþá að stríðsrekstrin-
um, töldu þeir sig ekki geta fallist á þessi sjónarmið íslendinga. Þeim var
ljóst, að ísland hafði átt samvinnu við þá meðan á stríðinu stóð. í fyrsta lagi
höfðu íslendingar siglt í gegnum þýska hafnbannið með mikilvæga
neysluvöru til Bretlands öll stríðsárin og orðið fyrir bæði miklu manntjóni
og eignatjóni fyrir vikið. En í öðru lagi höfðu þeir samvinnu við Banda-
ríkjamenn unt varnarmál og létu þeim í té mikilvægar varnarstöðvar á ís-
landi með þríhliða samningum frájúlí 1941. Eigi að síður gátu bandamenn
ekki sætt sig við annað en að skilyrðum boðsbréfsins yrði fullnægt af öllum
þeim, sem ætluðu að gerast stofnaðilar að Sameinuðu þjóðunum, einnig ís-
lendingum.
Fastheldni íslendinga við stefnu sína, sem mótaðist fyrst og fremst af fá-
menni landsins, og fólst í því að lýsa ekki stríði á hendur neinni þjóð en við-
halda friðsamlegum og vinsamlegum samskiptum við öll ríki, kom þannig
í veg fyrir að ísland yrði eitt af stofnríkjum Sameinuðu þjóðanna. Það var
ekki fyrr en eftir að hinum herskáu skilyrðum fyrir aðild að Sameinuðu
þjóðunum hafði verið aflétt, að ísland varð aðili að samtökunum 19.
nóvember 1946. Allt frá þeim tíma hafa íslendingar tekið mjög virkan þátt
í störfum Sameinuðu þjóðanna og sérstofnana þeirra og stutt samtökin af