Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1986, Síða 153

Andvari - 01.01.1986, Síða 153
ANDVARI UTANRÍKISSTEFNA ÍSLANDS 151 hefðum við alltaf geta búist við því, að Stóra-Bretland hefði talið slíkt ástand svo hættulegt, að það teldi sig þvingað til gagnráðstafana vegna síns eigin öryggis.6> Sannleiksgildi þessa sjónarmiðs staðfestist m. a. af því að 10. maí 1940 kom breskur innrásarher til íslands og hernam það. íslenska ríkisstjórnin, undir forystu Hermanns Jónassonar forsætisráðherra, mótmælti harðlega þessu broti á fullveldi íslands og yfírlýstri stefnu þess um varanlegt hlut- leysi síðan 1918. Breskur sendiherra að nafni Howard Smith kom með breska innrásarhernum til íslands 10. maí. Fullvissaði hann íslensku ríkis- stjórnina um að ríkisstjórn Bretlands hygðist ekki skipta sér af stjórn ís- lenskra mála þrátt fyrir hernámið. Tók hann jafnframt fram að breski her- inn mundi ekki dvelja lengur á íslandi en talið væri algjörlega nauðsynlegt vegna stríðsrekstursins. í tilkynningu til íslensku þjóðarinnar 10. maí 1940 lýsti yfirmaður breska innrásarhersins, R. G. Sturgis, þessu m. a. yfir: „Þessar ráðstafanir hafa ver- ið gerðar eingöngu til þess að ná nokkrum varnarstöðvum og til þess að verða á undan Þjóðverjum“.7) Fleiri töldu sig eiga öryggishagsmuna að gæta á íslandi. Víst er t. d., að hernaðarlegt mikilvægi íslands var Þjóðverjum fullljóst í seinni heimsstyrj- öldinni. Sannast þetta m. a. á hinni svokölluðu „Icarus-áætlun" um innrás á ísland. Icarus-áætlunin var samin að frumkvæði Eric Reader, aðmíráls. Hún kom aldrei til framkvæmda vegna flutningaerfiðleika. Var talið að Þjóðverjar hefðu orðið að beita meginhluta flota síns til þess að framkvæma Icarus-áætlunina. Þótti það of áhættusamt. Ljóst er, að þótt áætlunin kæmi aldrei til framkvæmda, sannar tilvera hennar áhuga Þjóðverja á hernaðar- legu mikilvægi íslands í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir því sem lengra leið á síðari heimsstyrjöldina, tóku Bandaríkin einnig að gefa hernaðarlegu mikilvægi íslands meiri gaum. Þessi áhugi leiddi að lokum til þríhliða samkomulags íslands og Bandaríkjanna og Bretlands um að breski innrásarherinn myndi fara frá íslandi, þar sem þörf væri á honum annars staðar, en bandarískur her yrði sendur til ís- lands fyrst til stuðnings breska hernum en síðar til þess að yfirtaka varnir íslands og leysa breska herinn alveg af hólmi. Það væri mikill misskilningur að halda, að Bandaríkjamenn hafí gert þetta af náungakærleika gagnvart íslendingum. Augljóst er af bandarísk- um gögnum frá þessum tíma, að Bandaríkjamenn gerðust aðilar að þrí- hliða samningum frá júlí 1941 í þágu öryggishagsmuna Bandaríkjanna sjálfra og vesturálfu yfirleitt. Eftir að Bandaríkjamenn komu til sögunnar gáfu þeir og Bretar íslandi „ójafnt“ val, þ. e. val sem ekki var hægt að hafna miðað við aðstæður. ís- lenskir stjórnmálaleiðtogar þess tíma völdu án þess að hika. Þetta „ójafna“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.