Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 156
154
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
samninga eða með valdbeitingu. Raunsæir íslenskir stjórnmálamenn gerðu
sér þetta ljóst. Jafnframt sáu þeir, að þeir höfðu möguleika til þess að velja
bandamenn sína á frjálsum grundvelli. Þetta gerðu ábyrgir íslenskir stjórn-
málaleiðtogar m. a. vegna samhljóða pólitískra erfðavenja og hugsjóna ís-
lensku þjóðarinnar og þeirra, sem settar eru fram í Norður-Atlantshafs-
samningnum.
6. Boð efnahagslegrar landafrœði
íslenskt efnahagslíf einkennist ekki hvað síst af því að efnahagsleg gæði
íslands eru fyrst og fremst í sjónum umhverfis. Landið er jarðfræðilega
ungt og enn í mótun. Loftslagið er ekki sérlega heppilegt fyrir landbúnað.
Aðeins um eitt prósent af landinu er ræktað, 23% til viðbótar er talið rækt-
anlegt en 76% landsins er óbyggileg fjöll, jöklar, hraun, sandar, vötn og
annað óræktarland.
Á íslandi er engin olía í jörðu svo vitað sé, engir málmar og ekki heldur
skógar svo orð sé á gerandi. Því þurfa íslendingar að flytja inn næstum all-
ar vélar, tæki, fjárfestingarvörur, hráefni og flestar neysluvörur aðrar en
físk, kjöt og mjólkurafurðir.
Hin tiltölulega góðu lífskjör á íslandi, þar sem meðalþjóðarframleiðsla á
ári á íbúa er um 10.500 bandaríkjadollarar, stafa einkum af því, að í sjón-
um umhverfís ísland eru einhver fengsælustu fiskimið heims. Fram að síð-
ustu aldamótum einkenndist íslenska hagkerfið af landbúnaði til sjálfs-
þurfta, sem naut viðbótarfæðuöflunar frá veiðum með ströndum fram. Á
síðasta áratug 19. aldar og fyrstu áratugum 20. aldar hófst togaraútgerð og
í framhaldi af því margháttuð fiskvinnsla til útflutnings. Þá breyttist hið
frumstæða hagkerfi sjálfsþurftabúskapar sem þjóðin hafði búið við öldum
saman, yfir í markaðshagkerfi með arðbærar fiskveiðar og fiskvinnslu sem
grundvöll útflutningsstarfseminnar.
Til þess að gera sér grein fyrir mikilvægi þróunarinnar frá hinu frum-
stæða hagkerfi sjálfsþurftabúskapar yfir í markaðshagkerfi sjávaraflaút-
flutnings er rétt að geta þess, að frá 1881—1885 var meðalhlutdeild sjávar-
afurða um 60% af heildarútflutningi íslands, landbúnaður 39%, en ýmis-
legt anna 1%.
Á tímabilinu 1931—1934, eftir að markaðskerfi sjávaraflaútflutnings er
orðið ríkjandi, var hlutdeild sjávarafla í heildarútflutningi 89%, landbún-
aðar 10% og ýmislegt annað 1%.
Tuttugu árum síðar, á tímabilinu 1951—1955, en hlutdeild sjávarafla í
heildarútflutningi orðin 94,3%, landbúnaðar 4,7% og ýmislegt 10%.
Ef við skoðum allt tímabilið frá 1881 til 1974 var meðalhlutdeild sjávar-
afla yfir 80% af heildarútflutningi íslands.8) Sjávarafurðir sköpuðu þjóð-
inni því fyrst og fremst útflutningstekjur og borguðu fyrir allar innfluttar