Andvari - 01.01.1986, Blaðsíða 158
156
HANNES JÓNSSON
ANDVARI
7. Boð hagsmuna á sviði utanríkisviðskipta
Par sem ísland er í hagrænum skilningi einnar iðju ríki, sem flytur að
mestu út aðeins eina vörutegund, físk, mismunandi unninn og verkaðan,
en þarf að flytja inn allar vélar og tæki og daglegar nauðsynjar að undan-
skildum mjólkurafurðum, kjöti og fiski, er þjóðin háðari utanríkisviðskipt-
um en flest önnur ríki heims. Að eiga auðveldan aðgang að góðum
mörkuðum fyrir fisk og fiskafurðir og geta stundað frjálsa verslun og keypt
innflutning sinn á samkeppnishæfustu mörkuðum er eitt af mestu hags-
munamálum íslands. Af þessu leiðir, að þjóðin hefur fylgt þeirri utanrík-
isstefnu að taka þátt í svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi, sem miðar að
efnahagslegum framförum og frjálsri milliríkjaverslun.
Á grundvelli þessa stefnuatriðis gerðust íslendingar aðilar að EFTA — þó
umdeilt væri í upphafi —, gerðu viðskiptasamning við Efnahagsbandalag
Evrópu á grundvelli EFTA-aðildar, gerðust aðilar að GATT, hinu almenna
samkomulagi um tolla og viðskipti, taka virkan þátt í störfum Efnahags-
nefndar Evrópu og OECD og öðrum svæðisbundnum og alþjóðlegum sam-
tökum á sviði efnahagsmála, peningamála og utanríkisviðskipta, þar sem
hægt er að vinna að efnahagslegum framförum og fríverslun.
Venjubundið hafa ríkin, sem eiga aðild að NATO, verið mikilvægustu
viðskiptavinir íslands. Á árunum 1895 til 1974 kom að meðaltali 82% af
innflutningi íslands frá þeim ríkjum sem aðild áttu að NATO árið 1974, en
71% af útflutningi íslendinga fór til þessara landa. Til samanburðar má
geta þess, að á tímabilinu 1921 til 1974 kom aðeins 9% af innflutningi ís-
lands frá þeim ríkjum sem aðild áttu að Varsjárbandalaginu 1974 og 10%
af útflutningi okkar fór til þeirra.
Það er líka athyglisvert að síðustu þrjú árin hefur 22,9% af innflutningi
íslands komið frá EFTA-ríkjunum og 17,2% af útflutningi íslands farið til
þeirra.
Á sama tíma kom að meðaltali 45,2% af innflutningi íslands frá ríkjum
Efnahagsbandalags Evrópu og 32,9% af útflutningi íslands fór til þeirra.
Á sömu þremur árum kom að meðaltali 8,03% af innflutningi íslands frá
Bandaríkjunum en 24,96% af útflutningi íslands fór til Bandaríkjanna.
Ef við leggjum saman utanríkisviðskiptatölur íslands við aðildarríki
EFTA, Efnahagsbandalags Evrópu og Bandaríkjanna þá sjáum við að á ár-
unum 1981, 1982 og 1983 fór 75,09% af heildarútflutningi íslands til þess-
ara landa og 76,09% af innflutningi íslands kom frá þeim.
Sama tímabili kom aðeins 10,02% af innflutningi íslands frá öllum kom-
múnistaríkjum Austur-Evrópu og aðeins 8,1% af útflutningi íslands fór til
þeirra.
Allar þessar tölur tala skýru máli. Það eru lífshagsmunir íslands að geta