Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 163
ANDVARI
„ÞAÐ LÝSTI OFT AF HONUM .. “
161
Þaó sem hér fer á eftir á ekki að verða ritdómur, heldur hugleiðingar og
minningabrot sem vaknað hafa við lesturinn, svo og kynning á nokkrum
efnisflokkum ritsins.
2
Þegar ég var að alast upp vestur í Önundarfírði fyrir um það bil sextíu
árum, barst þangað orðstír Vilmundar héraðslæknis á ísafirði. Hann var
mjög umtalaður og umdeildur maður. Flestir töldu hann ágætan lækni. Það
voru fyrst og fremst stjórnmálaafskipti hans sem deilunum ollu. Samherj-
arnir dáðu Vilmund og áttu varla nógu sterk orð til að lýsa leiftrandi gáfum
hans, hugkvæmni og framkvæmdaþreki. En andstæðingarnir ýmist hötuðu
hann eða báru fyrir honum óttablandna virðingu. Hann var í þeirra augum
snjallasti og hættulegasti erkibolsinn í rauða bænum ísafirði.
Og þegar ég stálpaðist og bókmenntasmekkur minn efldist til þeirrar
hlítar, að mér tóku að þykja Bréf til Láru og Vefarinn mikli frá Kasmír hvað
bestar bóka, var ekki ónýtt að frétta að höfundarnir snjöllu, Þórbergur og
Laxness, væru eins og gráir kettir á ísafírði hjá Vilmundi. Og ekki leið á
löngu uns undir verndarvæng hans var einnig komið vestfirska sagnaskáld-
ið Guðmundur Gíslason Hagalín. Hefur það víst hvorki gerst fyrr né síðar
að héraðslæknir í afskekktum landshluta hefði hirð verðandi höfuðskálda
í kringum sig.
Þegar Vilmundur Jónsson settist að á ísafirði að loknu framhaldsnámi
haustið 1919, voru þar miklir umbrotatímar. Þau hin sömu missiri urðu
gömul útgerðar- og verslunarfyrirtæki í bænum gjaldþrota, en önnur
drógu saman seglin, skip voru seld burtu og alþýða hafði rýra atvinnu eða
enga. Á þennan stað „gjaldþrota kapítalista“ kom Vilmundur, ungur hug-
sjónamaður, gagntekinn af boðskap jafnaðarstefnunnar, og hóf undir
merkjum samhjálpar og samvinnu baráttu fyrir nýrri skipan bæjarmála.
Hann stóð ekki einn í baráttunni. Þarna var fyrir nokkur hópur jafnaðar-
manna undir forustu sérkennilegs gáfumanns, Guðmundar Guðmunds-
sonar, fyrrverandi prests í Gufudal. Haraldur sonur hans og fleiri ungir
vaskleikamenn létu og að sér kveða. Og árið 1920 bættist í hópinn Finnur
Jónsson, síðar alþingismaður og ráðherra. Þeir Vilmundur og Finnur
sneru strax bökum saman og urðu ótvíræðir foringjar jafnaðarmanna í
bænum. Og þeim varð afar vel ágengt. Þegar árið 1921 náði Alþýðuflokk-
urinn meirihluta í bæjarstjórn ísafjarðar og styrkti þann meirihluta enn í
kosningum árið eftir. Fram til þessa tíma hafði bæjarstjórn þeirra ísfírð-
inga þótt fjarska aðgerðasmá og afskiptalítil. En þar varð skjót breyting á.
Undir forustu hinna ungu fullhuga hófst mikið framkvæmdatímabil, jafnt
á sviði heilbrigðismála, félagsmála og atvinnumála. Er af því mikil saga,
þótt hér verði ekki rakin.
11