Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1986, Page 164

Andvari - 01.01.1986, Page 164
162 GILS GUÐMUNDSSON' ANDVARI En enda þótt jafnaðarmenn á ísafirði hefðu traustan meirihluta á þess- um árum, áttu þeir við harðvítuga og allfjölmenna sveit andstæðinga að etja. íhaldsflokkurinn, sem svo hét þá, átti í sínum röðum hæfileikamenn sem sumir hverjir voru ræðugarpar og ritfærir í betra lagi. Baráttan milli þeirra og jafnaðarmanna varð brátt grimm og miskunnarlaus. Og af því bárust sögur vestur yfir heiðar, hver fræknastur þótti og vígfimastur í þess- ari styrjöld, hvort heldur barist var í ræðustól eða á ritvelli. Pað var Vil- mundur læknir. Að því er tók til ritaðs máls var sjón sögu ríkari. Á bernskuheimili mitt kom jafnaðarmannablaðið Skutull sem Guðmundur frá Gufudal ritstýrði. Par birtust stöku sinnum greinar eftir Vilmund sem svo snjallar voru, að þær hafa orðið mér ógleymanlegar. En manni bárust einnig fregnir af pólitískum fundum á ísafirði, þar sem Vilmundur beitti orðsnilld sinni á listilegan hátt. Vitnuðu menn ósjaldan til snjallyrða hans og endursögðu jafnvel heila ræðukafla. Get ég ekki stillt mig um að riíja upp eina slíka tilvitnun, eins og mig minnir að hún hafi á sínum tíma borist vestur til Önundarljarðar. Einu sinni sem oftar á fjölmennum pólitískum fundi, líklega fyrir ein- hverjar kosningar, átti Vilmundur í höggi við nokkra svarna andstæðinga sína og varð rimman brátt illvíg. Meðal þeirra sem sóttu að Vilmundi, ýmist úr ræðustól eða með hrópum utan úr sal, voru þrír menn sem hér verða ekki nafngreindir. Hafði einn þeirra verið bendlaður við atkvæðafölsunar- mál, annar átt vafasöm viðskipti við almannastofnun og altalað var um hinn þriðja að hann léti konu sína ekki einhlíta. Þegar Vilmundur kom næst í ræðustól, fórust honum orð eitthvað á þessa leið: „íhaldsmennirnir hérna á ísafirði hafa á liðnum árum brugðið mér um margar vammir og skammir og ófáa glæpi. Einna drýgstir við þá iðju hafa þessir verið . . “ Og hann taldi upp þremenningana. — „Þrennt er það þó sem þeim hefur láðst að bera mér á brýn. Þeir hafa aldrei staðhæft að ég drýgi kjörfylgi okkar jafnaðarmanna með því að falsa atkvæði, þeir hafa ekki haldið því fram að ég hafi stolið úr opinberum sjóðum, og þeir hafa ekki svo mikið sem dylgjað um það að ég haldi fram hjá konunni minni. Hvað veldur þessu? Hlífð við mig? Varla. Ást á sannleikanum? Engum dettur sú fjarstæða í hug um þessa menn. Skýringin er ein: Þeim fínnst þetta ekkert ljótt!“ 3 Árið 1931 var Vilmundur Jónsson skipaður landlæknir, og sama ár var hann kosinn þingmaður ísfirðinga. Hann fluttist þá til Reykjavíkur og lét þegar mjög að sér kveða á nýjum starfsvettvangi. Á Alþingi flutti hann Qölda frumvarpa um ýmis efni. Kvað þar mest að gagngerri endurnýjun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.