Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1986, Side 166

Andvari - 01.01.1986, Side 166
164 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI húsinu. Varð honum tíðrætt um gáfnafar þeirra manna sem bárust í tal. Þá segir Vilmundur: „Veist þú hver er munurinn á ykkur Þingeyingum og Vestfirðingum þeim sem ég kynntist á ísafirði og við Djúp? Þegar Þingeyingur leitar frétta um sér ókunnan mann, spyr hann: Er hann gáfaður? Vestflrðingurinn spyr: Er hann duglegur?“ Og svo bætti Vilmundur við: „Hitt er svo annað mál að margur duglegur Vestfírðingurinn er ekkert ógreindari en þessir gáfuðu Þingeyingar." Eins og ég hef lídllega vikið að áður, þótti Vilmundi ákaflega gaman að ýta við þeim vinum sínum og kunningjum sem eitthvað fengust við skriftir, gagnrýna verk þeirra, en þó ekki síður að koma með hugdettur og ábend- ingar, stundum jafnvel tiltekin viðfangsefni sem hann hugði að þeim gæti að haldi komið eða þeir væru réttir menn til að glíma við. Ekki kæmi mér það á óvart þótt samskipti Vilmundar og ýmissa rithöf- unda þættu einhvern tíma nokkurrar rannsóknar virði. Vitað er að það var Vilmundur sem benti Halldóri Laxness á dagbækur og önnur rit Magnúsar Hjaltasonar - Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. Gaman væri að vita hvort Vil- mundur kom Guðmundi G. Hagalín á slóðir Kristrúnar í Hamravík, en grunur minn er sá að þar hafi hann komið við sögu. Frá hinu skýrði Haga- lín sjálfur að Vilmundur útvegaði útgefanda að sögu Sæmundar Sæmunds- sonar og gaf henni nafnið Virkir dagar. Þá er það og fuflvíst, að Vilmundur hafði mikil áhrif á Þórberg Þórðar- son, eins og Ofvitinn ber ljósan vott um. Góða heimild hef ég fyrir því að hin snjalla ritgerð Þórbergs um sjálfsævisögu Theódórs Friðrikssonar, / verum, sem birtist í Tímariti Máls og menningar 1942, hafi verið samin að áeggjan Vilmundar. Var mér sagt að Þórbergur hefði einu sinni sem oftar komið að kaffiborðinu til þeirra Árna og Vilmundar í Alþýðuhúsinu. Var það skömmu eftir að / verum kom út. Skyndilega snýr Vilmundur sér að Þór- bergi, tekur báðum höndum um jakkaboðung hans, hvessir á hann augum og segir af alvöruþunga: „Nú verður þú að skrifa um ævisögu Theódórs. Og það á ekki að vera nein venjuleg ritfregn eða stutt ritdómsnefna, heldur mikil ritgerð. Hún á að vera ykkur Theódór báðum fyllilega samboðin." - Nokkrum vikum seinna hafði Þórbergur samið ritgerðina. Þórbergur lýsir Vilmundi í Ofvitanum og segir þar m. a.: Mér fannst Vilmundur gáfaðasti og skemmtilegasti maður, sem ég hafði nokk- urn tíma kynnst. Hann var hárskarpur í hugsun og eldfljótur í skilningi, hugsaði frábærlega skýrt og skipulega, rökrétt, hnitmiðað og praktískt, datt margt í hug og hafði frjósamt ímyndunarafl. Hann var gæddur miklu valdi yfir máli, var sýnt um að komast vel að orði, hafði leikrænt frásagnarsnið, fór hóflegan meðalveg milli hinnar sönnu og skemmtilegu ræðu og sagði betur frá en nokkur annar, sem ég hef kynnst fyrr eða síðar. Það lýsti oft af honum þegar hann tal- aði.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.