Andvari - 01.01.1986, Page 169
ANDVARI
„PAÐ LÝSTI OFT AF HONUM . . “
167
Fordæmingin hljóðar svo, orðrétt:
„Nafnið veira hefur líka verið notað á þennan lífveruflokk í íslenzku máli, en
það virðist ekkert hafa fram yfir orðið vírus nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel
í málinu og beygist eins og prímus."
Þetta var tilefnið. Og nú tekur Vilmundur upp rækilega vörn fyrir veir-
una. Aftarlega í greininni kemst hann svo að orði:
Enda þótt sú nafngift, að vírus heiti á íslenzku veira, kunni nú að þykja hafa
nokkuð til síns máls, fer því íjarri, að unnt sé að ætlast til, að hún falli í hvers
manns smekk. Allra sízt er nokkur von til þess, að hún geðjist þeim vandlátu
mönnum, sem gæddir eru hinum dlgerðarlausa prímussmekk fyrir tungu feðra
sinna og mæðra. Auðvitað deili ég ekki á þann smekk fremur en annan smekk,
og verður hver maður að hafa sinn smekk. En víst leyfist mér að velta þessu
smekksmáli lítið eitt fyrir mér og íhuga, hve miklu tilgerðarlausari íslenzk tunga
hefði mátt verða, ef hann hefði fengið að njóta sín betur á liðnum tímum en
raun ber vitni.
Fyrir rúmum hundrað árum, svo að ekki sé litið lengra aftur í tímann, baslaði
Jónas Hallgrímsson náttúrfræðingur og skáld við að þýða stjörnufræði á ís-
lenzku. Hann felldi sig einhvern veginn ekki rétt vel við, að æter héti á íslenzku
blátt áfram eter, og nefndi ljósvaka, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið eter
nema dlgerðina. Orðið eter fer vel í málinu beygist eins og barómeter.
Æðilöngu síðar hugkvæmdist Sigurði L. Jónassyni stjórnarráðsritara að nefna
terrítoríum landhelgi, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið terrítoríum nema
tilgerðina. Orðið terrítoríum fer vel í málinu og beygist eins og sammensúrrí-
um.
Um líkt leyti rak dr. Jón Þorkelsson rektor hornin í exemplar og kallaði ein-
tak, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið exemplar nema dlgerðina. Orðið ex-
emplar fer vel í málinu og beygist eins og ektapar.
Enn var það ekki fjarri þessum tíma, að Arnljótur Ólafsson, síðar prestur,
samdi Auðfræði sína og smíðaði ijölda nýyrða. Ekki bar hann beskyn á að kalla
begreb einfaldlega begrip, heldur kaus hann nýyrðið hugtak, sem virðist ekkert
hafa fram yfir orðið begrip nema dlgerðina. Orðið begrip fer vel í málinu og
beygist eins og beskyn og bevís.
Um og efdr síðustu aldamót seldu allir skókaupmenn hér á landi og auglýstu
ákaft galossíur. Þorsteinn Erlingsson skáld fann upp á því, einhvern tíma þegar
honum gekk illa að komast í galossíurnar, að kalla þennan nýja fótabúnað skó-
hlífar, sem virðist ekkert hafa fram yfir orðið galossíur nema tilgerðina. Orðið
galossía fer vel í málinu og beygist eins og drossía.
Á sama tíma voru centrífúgur auglýstar því nær í hverju íslenzku blaði, unz
Jón Ólafsson ritstjóri og skáld, nema það hafi verið einhver annar, gat ekki setið
á sér og stakk upp á að kalla þetta þarfa áhald bænda skilvindu, sem virðist ekk-
ert hafa fram yfir orðið centrífúga nema tilgerðina. Orðið centrífúga fer vel í
málinu og beygist eins og Good-Templarastúka.