Andvari - 01.01.1986, Qupperneq 172
170
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
Haddi sá sem nefndur er í bréfinu, er Þórhallur sonur Vilmundar, þá
hálfs annars árs. Þórhallur og Þórbergur kölluðu hvor annan afa.
ísafirði 15. nóv. 1928:
. . . Gustuk væri fyrir þig að skrifa afa þínum línu. Hann á bréfið, sem þú
skrifaðir honum illustrerað inn í Reykjasel, og fær það aldrei nógu oft lesið.
Heilsaðu öllum kunningjunum, einkum þeim, sem eru vinstra megin við alla
skynsemi, en ekki þeim sem eru annaðhvort fyrir ofan hana eða neðan.
7
í Með hug og orði eru nokkur bréf frá efri árum Vilmundar. Skal hér að
lokum birt í heilu lagi eitt þeirra og stuttlega vitnað í tvö önnur. Viðtakandi
þessara bréfa er Kurt Zier, kennari og síðar skólastjóri Handíðaskólans.
Hafði hann teiknað myndir af íslenskum landlæknum fyrir landlæknis-
skrifstofuna, en átti eftir að teikna mynd af einum þeirra, Schierbeck, þeg-
ar hann fluttist um skeið til ættlands síns, Þýskalands. Eru bréf Vilmundar
send þangað. Þar sem talað er um umboðsstarfið er þess að geta, að Kurt Zier
hafBi beðið Vilmund að velja fyrir sig árlega nokkrar íslenskar bækur, sem
út hefðu komið á árinu.
Reykjavík, 7. maí 1954.
Kæri Kurt Zier.
Ég þakka innilega bréf og góðar kveðjur, en ekki lízt mér á umboðsstarfið.
Hvaða íslenzkar bækur eigið þér, og hvers konar bækur viljið þér? Hvernig á ég
að gizka á það? Ég á víst 3000 íslenzkar skruddur og hef margsinnis gert mér
ljóst, að yrði ég dæmdur í lífstíðarfangelsi og mætti taka með mér eina bók,
mundi ég ekki hugsa mig um að grípa Sýslumannaævirnar, en það yrði vafalaust
síðasta bók, sem þér ágirntust. Þar að auki er ég kominn á þann aldur, að ég sé
helst aldrei nýja bók íslenzka, sem mér finnst lesandi, enda ekki von, því að ekki
leifir af, að ég kannist við landið. Mér finnst sveidrnar orðnar að illa gerðum
kaupstöðum og kaupstaðirnir illa gerð útlönd. Nokkurs er um vert þar sem eru
gamlar bækur og vel gamalt sveitafólk. Vondur höfundur náði í gamlan karl og
skrifaði upp úr honum bók, og sá töggur var í karlinum, að í bókinni sér helzt
engin merki höfundarins, en karlinn stendur þar ljóslifandi. Þetta er, held ég,
eina bókin frá síðastliðnu ári, sem ég hafði eðlilega skemmtun af að lesa (það er
óeðlileg skemmtun að Gerplu!). Ég slæ utan um bókina til yðar, en sennilega
fmnst yður hún eins og morkinn hákarl eða kæst skata, sem mér þykir hvort
tveggja taka fram hunangi (að ég ekki tali um Sauerkraut). Þér getið ekkert um,
hvernig yður geðjist að „víravirki og tunglsljósi" Björns Blöndal. Það hefði ég
viljað láta falla í kram „sentímentals" Þjóðverja. Björn hefur nú skrifað aðra bók
sama efnis og ekki síðri. Ég hefði sent yður hana, ef ég væri ekki hræddur um,
að yður þætti skömm til koma. Þarna sjáið þér, hvernig er að velja bækur handa