Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 47

Andvari - 01.01.1957, Page 47
andvahi HéraS milli sanda og eyðing þess 43 fellsjökli og er þessi skipan hans því vafalaust afleiðing af því að báðar þ essar kirkjur, á Breiðá og Hnappavöllum, lögðust niður vegna gossins. En telja rná nokkuð öruggt, að Þórarinn liafi látizt seint á árinu 1364. Er því engin ástæða til að efa þá annála, er ítarlegast segja frá gosinu, um að það hafi verið árið 1362. Víkjum þá að gosinu sjálfu og afleiðingum þess. Þegar um 1600 virðist það orðin almenn skoðun, að það hafi fyrst og fremst verið ægileg vatnsflóð, sem eyddu Litlahéraði. Þau hafi heinlínis sópað burt byggðinni. Sú var og skoðun Þorvalds T horoddsens. Hann telur, að mikið af hlaupinu hafi farið suður úr gígnum og einkum komið fram undan Kvíárjökli. Byggir hann skoðun sína á því, að vestan við þann jökul er ótvíræður jökul- hlaupsframburður, s. k. Stórugrjót. En vafalítið tel ég, að þessi framburður sé cldri en landnám íslands. Sörnu skoðunar eru Kvískerjabræður, sem eru menn glöggskyggnir. Ég held, að hlaupið hafi nær eingöngu farið svipaða leið og 1727, það er til vesturs, niður undan Rótarfjallsjökli og Falljökli—Virkisjökli, beggja vegna Sandfells, og þó einkum norðan Sandfells, enda segir Gottskálks- annáll berum orðum, að jökullinn hafi hlaupið ofan á Lóma- gnúpssand. Vafalaust hefur það verið mikið vatnshlaup og borið fram feikn af aur og stórgrýti. Þar um er sjón sögu ríkari. En Hð komumst þó ekki fram hjá þeirri staðreynd, að ekki tók það Kauðalækjarkirkjuna og var hún þó niðri á láglendinu fram af Sandfelli. Vafalaust voru margir bæir í Eléraði hetur varðir fyrir vatnsflóðinu en Rauðilækur. Skoðun mín er sú, að enda þótt bæi hafi vafalaust tekið af 1 hlaupinu, einkum í Rauðalækjarsókn, þá sé það ösku- og vikur- fallið, sem hafi orðið lang afdrifaríkast í heild fyrir Hérað milli sanda. Þessari skoðun finn ég nokkra stoð í samtímaannálun- Urn> einkum annálsbrotinu frá Skálholti. Sandinn rekur saman 1 kafla, svo að varla sér húsin, og vikurinn rekur svo hrönnum fyrir Vestfjörðum, að varla mega skip ganga fyrir. Þetta hendir dl eigi smálítils öskufalls. Og ekki hafa það verið vatnsflóð, sem eyddu miklu af Elornafirði og Lóni. Þar getur ekki verið nema o o

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.