Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 79

Andvari - 01.01.1957, Page 79
ANDVAEI Brot úr verzlunarsögu 75 örlög Samlagsins, og stofnuðu hlutafélag, en kaupstjórinn var Daníel Thorlacius í Stykkishólmi, en eigi stóðu þau samtök lengi. Líkt má segja urn verzlunarsamtök Flateyinga á Breiða- firði, undir forustu Hafliða Eyjólfssonar frá Svefneyjum, er hóf- ust 1872, keyptu verzlunarhús Brynjólfs Benediktsens þar og fengu vörur frá Noregi. „Byrjunin er mjög lítil en kann að verða hvöt til meira“, eins og komizt er að orði í bréfkafla af Vestur- landi, er hirtist í Norðanfara 13. júlí 1872. Hér hefir í sem stytztu máli verið greint frá tilraunum manna syðra og vestra til þess að koma á fót verzlunarsamtökum á árun- um 1868—1873. Hlutafélagið í Reykjavík og samtök Seltirninga stóðu af sér byrjunarörðugleikana og entust nokkuð, þótt minna yrði úr framkvæmdum en ætlað var. Samtök Borgfirðinga, Mýra- rnanna, Snæfellinga og Dalamanna voru öllu lausari í reipunum frá upphafi. Reyndar urðu þau ásamt verzlunarfélaginu við Húnaflóa, sem brátt mun nokkuð frá sagt, helzta undirstaða norsku verzlunarinnar, meðan hún stóð, og síðan um hríð í all- nánum tengslum við Borðeyrarfélagið. IV. Nú víkur sögunni norður yfir Holtavörðuheiði til Hún- vetninga og Skagfirðinga. Fátt er af beinum heimildum kunn- ugt um verzlunarsamtök í Húnavatnssýslu fram undir 1870. Arið 1842 var fyrsta hreppabúnaðarfélag á íslandi stofnað, í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppi, en af því og öllu, sem um það félag er kunnugt, má Ijóst vera, að ýmsir bændur þar í hér- aði voru sízt eftirbátar annarra í því að skilja gildi samvinnu °g samráðs að framgangi almennra hagsmunamála. Má nærri víst telja, að húnvetnskir bændur hafi eitthvað lært af fordæmi Fingeyinga á fyrstu árum verzlunarfélaganna þar, þótt trauðlega verði lengur með fullum röksemdum sýnt. í ævisögu Páls Fr. Vídalíns Jónssonar alþingismanns í Víðidalstungu getur Pétur Eggerz, mágur hans, þess, að úr því er Kristján Kristjánsson frá Elugastöðum tók við sýslumannsembætti í héraðinu 1860, hafi

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.