Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1957, Page 85

Andvari - 01.01.1957, Page 85
ANDVARI Brot úr verzlunarsögu 81 kalla, síðan enska verzlunin í Grafarósi lagðist niður, hafi á Hofsósi, nema yfir þann tíma, sem lausakaupmenn hafa verzlað á Sauðárkróki, verið réttnefnd einokunarverzlun." Fjórum dög- um síðar en frétt þessi birtist í Norðanfara, ritar Benedikt Blöndal í Hvammi Jóni á Gautlöndum um stofnun verzlunarfélagsins við Húnaflóa en víkur síðan að Skagfirðingum: „Skagfirðingar eru í vetur að safna vörum til að hlaða með frakkneska fiski- skútu, sem þeir eiga, og er nú von til þeir reyni að senda til útlanda í sumar. Austurhluti Flúnvetninga tekur eitthvað þátt í því með þeirn. Þá verða nú Eyfirðingar ekki á eftir með Gránu, og eru þessi umbrot sannarlega gleðileg tákn tímanna, þeirra, að danskir kaupmenn eyðileggist, en Islendingar lifi, og þá kalla ég vel fara.“ — Þessi orð, sem nú voru tilfærð úr bréfi Björns Blöndals, ætla ég að sýni allvel hughorf þeirra manna á suðvesturlandi og norðurlandi, sem beittu sér fyrir samvinnu um verzlun bænda og útvegsmanna allt frá Lómagnúpi suður og vestur um landið og norður að Reykjaheiði á árunum 1868 til 1870, sem hér var stuttlega frá greint.. (Heimildir: Skýrslur um landshagi á íslandi; Þættir úr sögu Þorláks Ó. Johnsons, eftir Lúðvík Kristjánsson, Andvari 1956; Ævisaga Eiriks Magnús- sonar, eftir Stefán Einarsson; íslenzka samlagið í Björgvin, eftir Gils Guð- ntundsson, Réttur 1949; blöðin Norðanfari og Þjóðólfur 1868—1875; bréf og dagbækur Tryggva Gunnarssonar í Þjóðminjasafni og Landsbókasafni o. fl., sem getið er jafnharðan í meginmáli).

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.