Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 17
ANDVAHI
Guðmundur Bjömsson landlæknir
13
asi á honum sem endranær. Á eftirlitsferðum fór hann og fljótt
yfir, var vel ríðandi og hafði marga til reiðar. Þrátt fyrir asann
vandaði hann til eftirlits síns og dreg ég það af því, að ég var
með honunr við að visitera lyfjabúðina í Vestmannaeyjum 1920.
Þar prófaði hann öll lóð og vogir, viktaði birgðir allra lögskipaðra
lyfja og færði hvað eina inn í visitasíubók sína. Stundum var
hann nokkuð snöggur í svörum og þoldi illa málalengingar, ef
hann var ónáðaður, en allra manna skemmtilegastur og fróðastur
í viðræðum, er hann vildi það við hafa, enda maðurinn það
fjölvís, að hann gat fundið viðræðuefni við hvers manns hæfi.
Heldur vildi hann þó hafa sjálfur orðið en hlýða lengi á mál
annarra, enda kenndi hjá honum stundum nokkurs yfirlætis, a.
m. k. á vissu skeiði ævi hans.
Það féll í hlut Guðmundar sem landlæknis að endurskoða
heilbrigðislöggjöfina eða skapa hana af nýju og er of langt
mál og þurrt að telja upp öll þau lög og þær reglugerðir, sem
undan rifjum hans eru runnar. Ekki er því að leyna, að seina-
gangur þótti vera á útgáfu heilbrigðisskýrslna hjá landlækni á
öðrum tug aldarinnar og fór svo, að honurn var veitt orlof frá
landlæknisstörfum um sex mánaða skeið 1921 og þá falinn undir-
búningur að framkvæmd berklavarnarlaganna, en Guðmundi
Hannessyni prófessor falin embættisstörf hans á meðan. Gekk
hann frarn í því af miklum dugnaði að senrja heilhrigðisskýrslur
fyrir þann áratug, senr liðinn var. Guðnrundur Björnsson hafði
þá að undanförnu haft mörg járn í eldi, sem honunr hefur þótt
skenrnrtilegra að smíða úr en þurrar skýrslur, en nokkru nrun það
og hafa valdið um seinaganginn, að hann hafði litla aðstoð við
skrifstofustörf og þau lrafa verið lronunr sjálfum heldur leið.
Frá 1906 til 1916 var Jón Rósenkranz læknir ritari hans, en þó
ekki nema hluta úr degi, því að hann gegndi jafnframt háskóla-
ritarastörfum, eftir að Háskólinn var stofnaður. Jón var að vísu
afbragðsskrifari, en svo bæklaður af liðagigt, að hann varð að
vinda sig til í skrifborðsstólnum til þess að ná tökum á penna-
stöng, ef hún lá nokkuð frá honunr á borðinu, og tók það hann