Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1955, Page 16

Andvari - 01.01.1955, Page 16
12 Páll V. G. Kolka ANDVARI hátemplars á íslandi. Breyting varð á viðhorfi hans til áfengis- mála síðar, eins og drepið mun verða á. Ýmis önnur jaðarsvæði heilhrigðismála lét hann sig skipta. Idann skrifaði um og hélt fyrirlestra um mannskaða á íslandi, íþróttamál og bálfarir og varaði við næstu harðindum á íslandi. Hann var lormaður Slysavarnafélags fslands frá stofnun þess til dauðadags, í stjóm íþróttasambands íslands um áratug og heið- ursfélagi þess síðar, var lengi vel eftirsóttur ræðumaður og fyrir- lesari, hvenær sem þurfti að leggja góðu máli lið, en oftar átti hann þó sjálfur frumkvæðið að góðum málum og vakti með því áhuga fyrir þeim. Haustið 1906, þegar dr. Jónassen lét af störfum, var Guð- mundur skipaður landlæknir, forstöðumaður Læknaskólans og ljósmæðrakennari, en lyflækniskennslu læknaefnanna gegndi hann eftir sem áður. Veturinn áður hafði hann dvalið erlendis um sex mánaða skeið, í Lundúnum, París, Berlín og Kaup- mannahöfn, til þess að kynna sér framkvæmd heilbrigðismála. Jafnhliða þessum störfum stundaði hann lengi vel lækningar, einkum heima á lækningastofu sinni, og hafði þar rnikla aðsókn, en losnaði við ferðir út úr bænum og tók því að jafnaði stirð- lega, ef sækja átti hann að nóttu til, en það vildi loða við fyrstu árin. Aftur á móti var hann mjög ótrauður til eftirlitsferða á sumrum og visiteraði um allt landið á hverjum þremur árum, bæði hjá læknum og lyfjabúðum. Þótti sumum héraðslæknum hann nokkuð eftirgangssamur og var varla hægt að kalla hann vinsæl- an meðal eldri lækna, en flestir hinna yngri mátu hann því meir, enda voru ýmsir þeirra lærisveinar hans og sem kennari var hann mikils metinn. Einkum dáðust margir nemendur hans að því, hve snjall og fljótur hann var að greina sjúkdóma, enda var sjaldan hik á honum, er atkvæðis hans var leitað, og það jafnvel svo, að stundum var hent nokkuð gaman að. Sama hik- leysið einkenndi hann í framgöngu, því að hann var manna fót- hvatastur á götu og leit þá livorki til hægri né vinstri. Fyrstur lækna mun hann hafa farið á reiðhjóli um bæinn og var þá oft
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.