Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 51

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 51
andvam Magnús Gizurarson Skálholtsbiskup 47 sér af þeim, en hann segir greinilega hvað hann hafi gert og neitar þverlega því sem hann hefur ekki gert. Síðan ber erki- biskup málið undir kórsbraeður á lokuðum fundi þeirra, og kallar svo Guðmund biskup fyrir og tilkynnir honum svolátandi úr- skurð: „Svo lízt oss og bræðrum vorum, að þú, Guðmundur, hafir lengra fram vikið setning laganna en ritað finnst í reglu biskup- anna, og svo stórt sýnist oss yfirbera, að ei megir þú halda biskups- lega stétt, utan þú fáir dispenseran in curia herra páfans, því svo fjarri stendur þinn málavöxtur voru valdi“ (Bps. II. 120—21). Með þessum úrskurði breyttist viðhorf erkibiskups til Guð- rnundar biskups á þann veg, að erkibiskups garður var byrgður fyrir honum og nálega vörður haldinn, að hann kæmi þar ekki. En Guðmundur biskup lætur samt ekki hugfallast og afræður að áfrýja máli sínu til páfa. „Samsetur hann latínubréf“, gerir þar nákvæma grein fyrir rnáli sínu og sendir Ketil prest sinn skömmu eftir kyndilmessu með það í páfagarð. En ferðasaga Ketils er ein af perlum fornbókmennta vorra (Bps. II. 122—124). A Jónsmessu skírara kemur Ketill aftur og afhendir sínum herra, Guðmundi biskupi, páfabréfið. Bréf þetta sá Lárentius Kálfsson Hólabiskup, er hann var í þjónustu Jörundar erkibiskups, og vottaði, að sögn Arngríms ábóta, að þar stæðu þessi orð: „Si vult cedere, cedat“ = ef hann vill víkja, víki hann. Þar með var það lagt á vald Guð- niundar biskups sjálfs, hvort hann afsalaði sér embættinu eða ekki. Páfabréfið lætur erkibiskup þýða á norræna tungu og hafði Guðmundur biskup síðan bréfið út með sér á þeirri tungu. Þegar þannig hafði skipazt um mál Guðmundar biskups, varð hann harðla vel virður af erkibiskupi með veizlum og fégjöfum. Og til þ ess að „gera fagnað heilagri Hólakirkju og formanni hennar' ritar erkibiskup Magnúsi Skálholtsbiskupi og ávítar hann þunglega um sljóleik og óeinurð móti þeim guðs óvinum, er æ herja og beita haturssverði gegn frelsi kirkjunnar og vilja með gráðugri grimmd fyrirkoma réttarbótum hennar. Og ennfremur asakar erkibiskup Magnús biskup fyrir það, „er hann samsetti“ sinni vináttu þá menn, sem sannreyndir væru að svo Ijótum ósóma. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.