Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 34

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 34
30 Barði Guðmundsson ANDVARI brunarústunum á Bergþórshvoli, segir í Njálu: „Hann hafði lagt hendur sínar í kross“. (K. 132). Glöggt má nú greina, að lýsingin af tilraun Helga til undan- komu er sniðin eftir frásögnum Sturlungu af flóttatilraunum þeirra beggja, Þorvalds og Halls. Hið skáldlega ívaf Njáluhöf- undar þarf engan að villa. Þorvaldur leitar sér undankomu og hleypur út úr lokrekkjunni frá konunum tveimur í kvenskikkju. Helgi leitar sér einnig undankomu í kvenskikkju. Tvær konur klæða hann í kvenbúninginn, og gengur hann síðan út á milli þeirra. Báðir kasta þeir Helgi skikkjunum af sér. Tekur nú við i Njálufrásögninni fyrirmyndin úr Flugumýrarbrennu. Eins og Hallur er Helgi vopnaður sverði, er hann gengur út úr hinum brennandi bæ. Flann hleypur ekki út eins og Hallur, því Helgi er dulbúinn kvenklæðum. Af sömu ástæðu hefur hann ekki „sverð í hendi“ eins og Hallur, heldur „sverð undir hendi sér“. Þegar Hallur hleypur út, fær hann engum vörnum við komið og hlýtur tafarlaust banasár í höfuðið og er fóthöggvinn. Þetta hefur Njáluhöfundi ekki þótt vera nógu sögulegt og áhrifaríkt, snýr dæminu við og lætur Helga, áður en Flosi sníður af hon- um höfuðið, höggva fót af einum brennumanna. Minna mátti ekki gagn gera, þegar um slíka garpa var að ræða sem Flosa og Helga. Þessi frávik Njáluhöfundar frá fyrirmyndinni eru þannig ofur eðlileg og rittengslin leyna sér ekki. Rétt áður en sagt er frá falli Helga við bæjardyrnar á Bergþórshvoli stendur í Njálu setningin: „Nú taka öll húsin að loga“, og um leið og frásögnin af falli Halls við bæjardyrnar á Flugumýri hefst ritaði höfundur hennar orðin: „Tóku þá húsin mjög að loga“. Það lá öldungis beint við, að hugur Njáluhöfundar hvarfl- aði frá dauða Halls Gissurarsonar til Þorvalds Vatnsfirðings og dauða hans í brennunni á Gillastöðum. í frásögninni af Flugu- mýrarbrennu stendur þessi klausa: „Hallur . . . andaðist, þá er nær var hálfljóst. Þá er brenna var á Flugumýri, var liðið frá Onundarbrennu fjórum vetrum fátt í sex tugu vetra, en frá Þor- valdsbrennu hálfur þriðji tugur vetra“. Hér er í sömu andrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.