Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 96

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 96
92 Barði Guðmundsson ANDVARI „Þetta kveld hið sama hafði smalamaður HróSnýjar fundið Höskuld dauðan og fór heim og sagði Hróðnýju víg sonar síns. Hún mælti: „Eigi mun hann dauður, — eða var af höfuðið?" „Eigi var það“, segir hann. „Vita mun eg, ef eg sé“, segir hún, „og tak þú hest minn og akfæri". Hann gerði svo og bjó um með öllu, og síðan fóru þau þangað sem Höskuldur lá. Hún leit á sárin og mælti: „Svo er sem mig varði, að hann myndi eigi dauÖur með öllu, og mun Njáll græða stærri sár“. Síðan tóku þau líkið og lögðu á vagarnar og óku til Bergþórshvols (K. 98). Höfundi fatast nú aftur þannig, að ekki er einleikið. Ekkert fáum við að heyra um orsök þess, að Hróðný þykist hyggja son sinn lifandi, þótt henni sé sagt hið gagnstæÖa. Tekur hún þó orð heimildarmannsins trúanleg um það, að Höskuldur sé vopn- bitinn. Þegar svo Hróðný lítur á sár hins andvana líkama, fær hún staðfestan þann grun sinn, að Höskuldur væri eigi með öllu dauður. Leita skal honum lækningar. Þá er hann lagður á vagar og síðan dreginn á hinu frumstæða flutningstæki þvert yfir Landeyjar til Bergþórshvols. Má kalla þetta fim mikil. Aldrei hefur heilvita móðir látið aka dauðvona syni sínum, flak- andi í sámm, með þessum hætti, hvorki lengri leið né skemmri. Þegar Hróðný var komin til Bergþórshvols með líkið, segir hún: „Hér er Höskuldur sonur þinn, Njáll, og hefur fengið á sig sár mörg og mun hann nú þurfa lækningar". Njáll mælti: „Dauðamörk sé eg á honum en engin lífsmörk — eða hví hefur þú eigi veitt honum nábjargir, er opnar eru nasirnar?" „Það ætlaði eg Skarphéðni“, segir hún. Benda þessi orð frekast í þá átt að höfundur láti Hróðnýju gera sér upp trúna á lífsgneista hjá Höskuldi. En ekki bætir það frásögnina. Þau látalæti voru algerlega tilgangslaus. Af líkakstrinum gat hver maður markað, að annaÖhvort hlaut hér að vera um hreina blekking að ræða, eða þá að Hróðný væri örvita. Það er gott að getið er um líkakstur í Sturlungugreininni um sárafar Þorgils skarða. Sá líkflutningur skýrir þetta mál.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.