Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 97

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 97
ANDVARI Lesmál kringum Kantaraborg 93 XIV. Nú skulu öll dæmin, sem máli skiptu, dregin saman. Þor- varður segir: „Vil eg . . . ríða að Þorgilsi í nótt og drepa hann“. „Vil eg nú að vér ríðum að honum í kveld og drepum hann“, segir Lýtingur og hæfa þau orð alls ekki aðstæðum hans. Þorvarður gerir atför að Þorgilsi skarða úr „gróf einni“ við sjötta mann. Lýtingur situr fyrir Höskuldi í „gróf nokkurri" eða „gróf einni“ og ræðst að honum við sjötta tnann. Þetta hæfir heldur ekki aðstæðum Lýtings. Hróðný hyggur um Höskuld andvana að hann sé „eigi með öllu dauður“. Stóð hún þá yfir honum og athugaði sárin. Þor- varður stóð yfir Þorgilsi skarða látnum og hugði hið sama um hann. Eyjólfur ábóti ekur líki Þorgils frá Hrafnagili til Munkaþverár. Hróðný ekur líki Höskulds frá Sámsstöðum til Bergþórshvols, og er sá líkflutningur svo ósamrýmanlegur trú hennar á það, að Höskuldur væri „eigi með öllu dauður“, að furðu gegnir. A líki Höskulds eru sextán sár. En lík Þorgils skarða hafði hlotið sextán sár. Hafa Njáluhöfundi sýnilega verið þessi sár hugleiknari en þau sex, sem urðu Þorgilsi að fjörtjóni. Enda ólíku saman að jafna. Fyrir þann glæp að vega að andvana manni var engin afsökun til nema sú, að gerandinn hefði ekki vitað það, að um lík væri að ræða. En líkskoðunin um morguninn sýndi, að sextán sár höfðu borizt á Þorgils örendan. XV. Hvert sinn sem Þorvarður Þórarinsson hefur minnzt máls- greinarinnar um líkskoðunina og líkaksturinn, hlaut sáratölunni sextán að skjóta upp í huga hans og valda sálrænum sársauka. í greininni var látið að því liggja, að misþyrmingarnar á líkum þeirra Þorgils og hins „helga Tómasar“ í Cantia væru hliðstæðar. Af þeim sökum hefur einnig Kantaraborg orðið Njáluhöfundi svo hugleikin, sem raun bar vitni um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.