Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 40

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 40
36 Björn Þórðarson ANDVARI horfði það til liinna mestu skaða, að sauðurinn mundi svella, en missa nytjarinnar; tók hann þá hið bezta ráð, sem honum var oft; hét á hinn heilaga Þorlák hiskup, fóstra sinn. Eftir það gekk sauðurinn allur ósollinn af lieiðum, móti þeim er leitaði" (Bps. I. 117—118). Þannig segir frá þessu í Þorláks sögu eldri, og að efni til á sömu lund í yngri sögunni, en þar er skotið inn á eftir nafni Magnúsar Gizurarsonar orðunum: ,,er síðan var biskup í Skálholti“ (Bps. I. 306), og bendir það til, að eldri sagan hafi verið rituð fyrir 1216. Á alþingi 1198 var það ráð allra vitrustu manna, segir sagan, að heilagur dómur Þorláks biskups skyldi tekinn upp úr jörðu hið sama surnar. Páll biskup sendi því orð lærðum mönnum og höfðingjum að koma í Skálholt tiltekinn dag — 20. júlí — til þess að vera viðstaddir þá athöfn. Þessir eru nafngreindir að verið hafi til staðar: Brandur biskup á Hólum og með honum, auk annars fylgdarliðs, Guðmundur prestur Arason, Þort'aldur, Hallur og Magnús Gizurarsynir, Sæmundur og Ormur, bræður Páls biskups, Þorleifur úr Hítardal, móðurfaðir Herdísar, konu Páls biskups, Ketill prestur, faðir hennar, og Þorlákur bróðir hennar (Bps. I. 123 og 133). Það er eftirtektarvert, að lögsögu- mannsins Gizurar Hallssonar getur ekki við þessa athöfn. Af því má hiklaust ráða, að hann hefur ekki verið viðstaddur. Hvað valdið hefur fjarveru hans, skulu hér engar getur leiddar að. En rétt er að taka það fram, að Jón Loptsson andaðist árið áður. Hinn 6. ágúst 1201 andaðist Brandur biskup Sæmundarson á Hólum. Hingað til hafði það verið venja, að biskupskjör færi fram á alþingi og biskup hins umdæmisins væri með í ráðum um skipun manns í hið auða sæti. Ut af þessari venju brugðu höfðingjar Norðlendinga í þetta sinn. Hinn 1. september s. á. komu saman á Víðivöllum í Skagafirði þessir fyrirmenn: Ábót- arnir frá Þingeyrum og Munkaþverá, Kolbeinn Tumason og Hafur Brandsson úr Skagafirði, Hjálmur Ásbjamarson úr Vestur- hópi og Guðmundur hinn dýri úr Oxnadal. Þar kom Gizur Halls- son, sem þá var líklega hálfáttræður. Mælti hann með Magnúsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.