Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 30

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 30
26 Barði Guðmundsson ANDVARI ast brennumenn við eldana allt til morguns. Fyrst reyndi árásar- liðið að sigrast á heimamönnum í vopnaviðskiptum og sótti að skáladyrum. Var fyrsti áverkinn sá, að maður hlaut þar höfuð- högg, sem risti niður andlitið. Þegar sýnt þótti, að bærinn myndi ekki vinnast með vopnum, var gripið til íkveikju, heyi troðið í eða inn um glugga á skálanum, og þar að borinn eldur. „Nú tóku öll húsin að loga,“ og var þá mörgum heimamanna leyfð útganga. En er skálaþekjan féll niður, urðu þar undir sex nafn- greindir menn. Meðal þeirra voru tveir af sonum húsbóndans, en sá þriðji hafði áður freistað undankomu vopnaður sverði. Hlaut hann banasár um leið og hann fór út úr bæjardyrunum. Af þeim fjórum mönnum, sem ákveðið hafði verið að drepa, auðnaðist ein- um nauðulega að bjarga lífinu. Fréttu brennumenn brátt um und- ankomu hans. Þóttu þau tíðindi uggvænleg. Var þá um það rætt, að nú myndi mörgum brennumanna bani búinn. Riðu þeir síðan af héraði og héldu saman öllum flokknum að heimili fyrirliðans. í báðum brennulýsingunum koma fyrir orðin „Nú tóku öll húsin að loga“. Frá þeirri hugsun, sem í þeim felst, er hægt að greina á margvíslegan hátt, meira að segja með óbreyttu orðavali °g á góðu máli. Bendir því setningin til þess, að bein rittengsl séu á milli brennufrásagnanna í Sturlungu og Njálu. Falla og fleiri stoðir þar undir. Húsfreyjan á Bergþórshvoli stendur í dyr- um hins logandi bæjar og segir, þá er henni var boðin útganga: „Eg var ung gefin Njáli, hef eg því heitið honum, að eitt skyldi ganga yfir okkur bæði.“ (K. 129). Húsfreyjan á Flugumýri stend- ur einnig í anddyri hins brennandi bæjar og segir við Ingibjörgu Sturludóttur, þá er rætt var um útgönguleyfi: „að eitt skyldi yfir þær ganga báðar.“ (I, s. 490). Þannig falla eins í báðum tilfellum orð og aðstæður saman. Þegar húsfreyjumar hurfu aftur inn í húsin, beinast hugs- anir beggja að björgun drengs. Bergþóra kemst svo að orði við „sveininn Þórð Kárason: „Þig skal út bera og skalt þú eigi inni brenna." „Hinu hefur þú heitið mér, amma,“ segir sveinninn, „að við skyldum aldrei skilja, og skal svo vera. En mér þykir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.