Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 90

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 90
86 Barði Guðmundsson ANDVARl né heiðnum mönnum“ (S. 442). En málsbætur finnast jafnan, ef vel er að gáð. Lítum á ræðu þá, sem Þorvarður er talinn hafa flutt í „gróf einni“ hjá Skjaldarvík kveldið næst á undan vígi Þorgils skarða. Þar standa þessi orð: „Vil eg yður kunnugt gera, að eg ætla að ríða að Þorgilsi í nótt og drepa hann, ef svo vill verða. Vil eg að menn geymi, ef færi gefur á, að bera þegar vopn á hann og vinna að því ógrun- samlega“ (II, s. 219). Og þannig var að farið í Hrafnagilsskálan- um urn nóttina. „Þeir Þorvarður . . . unnu á honum hver sem við mátti komast“ (II, s. 220). Þegar Þorvarður skipar mönnum sínum að vinna á Þorgilsi „ógrunsamlega", ef færi gæfist, er geigur hans auðsær. Og það er sannarlega engin lurða, þótt hrollkenndur kvíði grípi Þorvarð, þá er hann í grófinni lýsti yfir því áformi sínu að ríða að Þorgilsi um nóttina. Sjö menn voru þetta kveld í fylgdarliði hans. Einn þeirra hafði Þorvarður sent til Hrafnagils á njósn. Annar þver- neitaði því að taka þátt í árásinni að Þorgilsi skarða. Aðeins við sjötta mann reið Þorvarður úr grófinni til fundar við Þorgils. En fylgdarmenn hans voru „nær þrír tugir. Var það flest einvala- lið“ (II, s. 217). Eina sigurvon Þorvarðs var sú, að hann gæti komið að Þor- gilsi alveg óvörum. Og það tókst fyrir tilstilli njósnarmannsins, sem skotið hafði frá lokum á Elrafnagili. Þar voru allir í fasta svefni, nema hann einn, þegar sexmenningarnir komu þangað og óðu rakleitt inn í hinn dimma skála, þéttskipaðan mönnum. Eftir tilvísun njósnarmannsins var gengið beint að hvílu Þorgils og hann særður háskalegu sári. En honum tókst samt að brjótast fram úr rúminu, ná sverði sínu og verjast um stund hetjulega. Tryllast nú aðkomumenn af ótta við það, að heimamenn og félagar Þorgils, sem vaknað höfðu við atganginn í skálanum, komi honum til hjálpar. Gripnir af hræðsluæði veita þeir svo Þorgilsi hvern áverkann af öðrum í hreinni blindni. Hinu er alls ekki trúandi, að nokkur þeirra hafi ætlað sér að misþvrma líkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.