Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 87

Andvari - 01.01.1955, Blaðsíða 87
ANDVARI Lesmál kringum Kantaraborg 83 Eins og Taðkur hlaut Eðvarð skjótt umbun fórnar sinnar. „Sár það stóra, er Eðvarð klerkur fékk, var fyrr gróið og alheilt, en líkami erkibiskupsins væri kaldur á gólfinu", segir helgisögu- ritarinn (S. 443). Þarf það nú enga undrun að vekja, þótt nafnið Kantaraborg væri ofarlega í huga Njáluhöfundar, þegar hann kynnti Brján konung og sveininn Taðk. Þeim var þá ætlað að hljóta síðar í sögunni hlutverk í líkingu við hlutskipti erkibiskups- ins og klerksins fyrir framan dómkirkjualtarið í Canterbury. Þá er lýsingin af dauða Brjáns konungs, handarmissi sveinsins og undralækningunni var rituð, hefur hugur höfundar hvarflað milli Stiklarstaðar, Flugumýrar og Kantaraborgar. Hann sækir til Canterbury hugmynd sína að höggi Bróður, handaruppréttingu Taðks til verndar Brjáni konungi og skyndigræðslu handleggssárs hans, en til Flugumýrar hið algera handarafhögg, er skjaldborg rofnaði. Og loks hefur hann á brott með sér frá Stiklarstöðum hið græðandi konungsblóð. Úr þessu efni er Njálufrásögnin af falli Brjáns konungs gerð. Á síðustu áratugum 13. aldar hafa nrargir bókfróðir íslendingar vitað um öll þessi atriði. VI. Ætla verður, að heildarmyndin af falli Brjáns konungs hafi staðið uppmáluð fyrir hugskotssjónum Njáluhöfundar, þá er hann segir: „Hann sat í Kantaraborg á írlandi. Bróðir hans var Úlfur hreða“. Maður þessi hlýtur það hlutverk að berjast við Bróður í fhjánsbardaga, taka hann höndum og misþyrma honum til dauða á hinn viðurstyggilegasta hátt. Grimmdaræði Úlfs á sér enga hlið- stæðu í Njálu. Þar er þó ekki hörgull á hryðjuverkum. írskir forn- ritahöfundar nefna hvorki Úlf hreðu né fólskuverk það, sem honum er eignað. Mun heiti hans og atferli fyrst hafa orðið til í hugarheimi Njáluhöfundar. En sú hugsmíði er vitanlega ekki gerð án efniviðar. Má gera sér allglögga grein fyrir honum. Þar sem Úlfur hreða er kynntur um leið og Kantaraborg, liggur beint við að gæta þ ess, hvort nokkur Lllfur komi við frá-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.