Andvari - 01.01.1944, Side 13
andvaiu
Dr. theol. Jón biskup Helgason
9
Untur a spiritu sancto prophetis et apostolis inspirata et in
calainuin dictata."
Næstur Madsen að áliti var dr. Henrik Scharling, er aðal-
íega kenndi siðfræði og átrúnaðarheimspeki. Hann mun varla
hafa staðið Madsen að baki um lærdóm, þótt ekki yrði hann
annar eins áhrifamaður. Dr. Scharling var ljúfmenni mikið,
skáld og hneigðist að heimspeki. Mun Scharling hafa verið
hinn eini kennara dr. Jóns, er hann kynntist nokkuð verulega
a háskólaárum sinum. Hafði hann nokkur áhrif á dr. Jón mn
gerast kennari við prestaskólann, og stuðlaði einnig að þvi,
hann fékk styrk frá Kaupmannahafnarháskóla til fram-
haldsnáms í Þýzkalandi.
Mesta glæsimennið meðal kennara sinna telur dr. Jón, að
Venð hafi dr. Frederik Nielsen. Kenndi hann kirkjusögu og
Var stórlærður i þeirri grein og sagnfræði almennt. Hann var
skinandi vel máli farinn og oftast yndislegt á hann að hlusta
,lr kennarastól. Telur dr. Jón sig eig'a honum það að þakka, að
kirkjusagan varð honum hugþekkust allra greina guðfræðinnar.
Nennari í gamlatestamentisfræðum var hinn stórlærði mað-
Ur dr. Frants Bull, sem gat sér ineiri frægð utan Danmerkur
en riokkur hinna kennaranna. Hann varð síðar kennari í gamla-
^stamentisfræðum við Leipzigarháskóla. Eftirmaður hans við
hfnarháskóla varð J. C. Jacobsen.
Hinn fvrsti kennari hans í nýjatestamentisfræðum var H. V.
Styhr lic. theol. En hann hvarf hrátt frá háskólanum, er hann
^arð bisluip yfir Lálandi og Falstri. Varð þá L. W. Schat-
etersen aðalkennari í þessari fræðigrein. Þótti hann vel lærð-
Ur og ekki óskemmtilegur kennari.
ffafa nú verið nefndir allir helztu kennarar dr. Jóns við
afnarháskóla. Hafa þeir flestir verið lærdómsmenn miklir.
n aðaleinkenni Hafnarháskólaguðfræðinnar á þessum árum
v,lr mikil ihaldssemi og yfirleitt ákaft varað við öllum nýmæl-
Urn á sviði guðfræðinnar. Ekki hafa því dr. Jóni borizt nein
lr>f til frjálslyndis sins úr þeirri átt.
Samhliða guðfræðináminu tekur hann líka á þessum árum
a h‘ggja stund á fagrar listir. Segir hann sjálfur þannig frá: