Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1944, Side 18

Andvari - 01.01.1944, Side 18
14 Eirikur Albcrtsson ANDVAPl ur koni hann viö í Leipzig til þess að hitta þar að ináli tvo lærða guðfræðinga. Var annar þeirra dr. Chr. Luthart, hinn var Daninn dr. Frants Buhl, kennari dr. Jóns frá Kaupmannahöfn. Var hann all frjálslyndur og var lítt hrifinn af háskólanum í Erlangen. Fórust honum þannig orð, að það líktist embættis- bræðrum sinum í Kaupmannahöfn að hafa ráðið lærisveini sínum að fara þangað, því að þar væri trygging gegn því að kynnast nokkuru nýmæli á sviði guðfræðinnar. Og þegar hann heyrði, að ferðinni væri heitið til Rostock, þá sló hann á lærið og bað sinn gamla lærisvein að hverfa frá þeirri fásinnu, þvi að háskólinn þar væri í mjög litlu áliti og liefði verið það lengi. Hyggilegast hefði verið að fara frá Erlangen vestur til Tiib- ingen og kynnast guðfræðilega loftslaginu þar, sem væri ó- neitanlega hollara en í Erlangen. En nú væri hann kominn of langt austur og norður á bóginn til þess að fara þangað, en til Rostock skyldi hann ekki fara. Tók dr. Luthart í sama streng og benti honum á háskólann i Greifswald. Þar voru kennarai' í guðfræði Hermann Cremer, Otto Zöckler og Nathusius, og voru þeir allir afburðamenn. Var þá förinni heitið til Greifs- wald. Frá Leipzig hélt dr. Jón til Halle, til þess að sjá munaðar- leysingjastofnanirnar þar, sem kenndar voru við A. H. Francke, er þar vann sitt mikla ævistarf um hálfan fjórða tug ára. Var hann prófessor þar við háskólann og annar mesti öndvegis- höldur heittrúarstefnunnar (pietismans). Líklegt má telja, að koma dr. Jóns til Halle hafi haft álirif á hann, því að nokkru eftir að hann kemur heim til íslands gerist hann hvatamaður þess, að „Hjúkrunárfélag Reykjavíkur" verði stofnað, er síðar verður frá sagt. í Greifswakl hlustaði hann á trúfræðifyrirlestra hjá Creine'' og fyrirlestra um kristilega trúvarnarfræði hjá Zöckler. Telur hann ])á báða mjög íhaldssama. Frá Greifswald lá svo leið lians til Kaupmannahafnar. A háskólaárum sínum í Höfn hafði dr. Jón kynnzt prests- ekkju þar í borginni, frú Annanie Licht. En atvikin, sem að þvl lágu, voru þau, að tilvonandi mágkonu hans, unnustu Ólafs
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.