Andvari - 01.01.1944, Blaðsíða 20
16
Eirikur Albertsson
AXDVARI
ur. Nafnið „Vogelius“ er latnesk mynd hins józka bæjarnafns
„Ugilt“, sem einn af ættfeðrunum hafði tekið sér fyrir ættar-
nafn, en sonur hans aftui valið sér hina latnesku mynd, eins
og ])á var alsiða í heimi hinna lærðu manna. Afabróðir prests-
ins Magnusar Vogelius hafði verið prestur í Noregi og þar tek-
ið upp ættarnafn móður sinnar, sem var Steenslrup, en haldið
að fornafni Vogeliusheitinu. En þriðji maður frá þeim norska
presti var Japetus Steenstrup, náttúrufræðingurinn — vinur
Jónasar Hallgrímssonar —, sem því var fjór.menningur að
frændsemi við biskupsfrúna. Þremenningur að frændsemi við
hana var dr. Hektor Jungersen, prófessor í náttúrufræði, og
systkinabarn við hana var dr. med. Frederik Vogelius, yfir-
læknir við St._ Johannes Stiftelsen í Kaupmannahöfn. Loks er
hæstaréttarmálaflutningsmaður Hans Henrik Bruun í Iíhöfn
systursonur hennar.
Dr. Jón og kona hans eignuðust fimm börn: Séra Hálfdan
prófast að Mosfelli, Pál, verkfræðing í Hafnarfirði, Annanie,
Þórhildi og Ceeilie, allar í Reykjavík.
Um haustið 1894 tók dr. Jón við kennarastörfum við presta-
skólann, og var höfuð kennslugrein hans trúfræðin. En þótt
hann hel'ði horfið frá því að verða prestur að e.mbætti var
prestsstarfið honum svo ríkt í huga, að hann þá þegar jafnframt
embætti sinu og alveg endurgjaldslaust tók að flytja auka-
guðsþjónustur í dómkirkjunni og tók prestsvígslu af Hallgrími
Sveinssyni biskupi 12. maí 1895. Og þar sem það mun einsdænu
innan hinnar íslenzku þjóðkirkju, að vígsla fari fram þar sem
vígsluþegi á ekki að verða prestur í embætti, þykir hlýða að
tilfæra hér skipunarbréf hans; er það dagsett daginn áður en
vígsla fór fram og er á þessa leið:
„Með því að þér, herra docent, góðfúslega hafið gefið mér
kost á því að halda eftirleiðis áfra.m þeirri áukaguðsþjónustu.
sem þér næstliðinn vetur hafið haldið hér uppi, án þess að
óska neinna launa fyrir þann starfa, og með því að þetta góða
tilboð yðar bætir úr verulegri þörf hins fjölmenna dómkirkju-
safnaðar á aukinni guðsþjónustu, þá er mér sönn ánægja nieð
])essu bréfi mínu að skipa yður, eftir að þér hafið meðtekið