Andvari - 01.01.1944, Side 53
ANDVARt
Magnús Stephensen og verzlunarmálin 1795-1816
49
En nú var skammt að bíða stærri tíðinda. 1805 hófst þriðja
bandamannastyrjöldin gegn Frökkum. Eftir ósigurinn við
Trafalgar, í október 1805, var ekki lengur til þess að hugsa fyrir
Napoleon að sigra Englendinga i sjóhernaði. Brá hann þá á
annað ráð. Ætlaði hann að koma þeim á kné, með því að loka
meginlandinu fyrir verzlun þeirra, og myndi þeir þá brátt verða
gjaldþrota. Gaf hann út í Berlín hina frægu tilskipun um við-
skiptabann við Englendinga, 21. nóv. 1806, er tók af öll við-
skipti með Englendingum og Frökkum og bandamönnum þeirra
á meginlandinu.
Eftir orustuna við Friedland og friðinn í Tilsit, 9. juli 1807,
milli Napoleons og Prússa og Rússa, skorti ekki annað á, að
meginlandinu væri lokað fyrir Englendingum, en að fá Norður-
landaþjóðirnar á hand Frakka. Voru það undirmál með Rúss-
um og Frökkum i Tilsit, að Rússar skyldi segja Englendingum
strið á hendur, ef Rússakeisari gæti ekki fengið þá til þess að
semja frið við Napoleon með vissum skilmálum fyrir 1. des.
1807, og þá skyldi Danaveldi knúið lil bandalags við Frakka.
Meðan þessu fór fram, hertu Englendingar á um meðferð
hlutlausra kaupfara og bönnuðu siglingar frá höfn til hafnar
með ströndum ófriðarlands, þvert ofan í fyrri samninga. Á
hinn bóginn vofði ofriki Napoleons yfir Dönum. Var tvisýnt
um hríð, hvert Danir myndi hallast, er þeir yrði að hætta hlut-
leysi. Minntust Englendingar á fornt samband Dana og Rússa
°g vildu ekki liætta á, hversu fara kynni. Er þess ekki kostur
hér að skýra nánara frá atburðum, er drógu til ófriðar milli
Dana og Englendinga, enda er þar margt á huldu. En víst er,
að Englendingar sendu flota lil Eystrasalts síðara hluta júli-
mánaðar 1807. Umkringdu þeir Sjáland, og gerðu menn á fund
stjórnarinnar og huðu tvo kosti: ófrið þegar í stað, eða samband
Segn Frökkum og Rússum. En til tryggingar skyldi Danir fá
fiota sinn í hendur Englendingum með ákveðnum skilyrðum.
Uessu neitaði Friðrik krónprins og þótti sér með þessum boðum
ger_ð hin mesta svívirðing. Varð ekki af samningum og hófust
vopnaviðskipti í lok ágústmánaðar. Skutu Englendingar á Kaup-
mannahöfn 2.—5. september, og eftir tveggja daga vopnahlé