Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1944, Page 57

Andvari - 01.01.1944, Page 57
andvari Magnús Stcphensen og verzlunarmálin 1795-1816 53 Með bréfaskiptum við Banks hafði Magnús brotið skýlaust konungsboð. Og nú var það næst, að hann lagði tillögur fyrir Rentukammerið um það, hversu ísland yrði birgt af matvöru °g þjóðinni forðað frá hungri. Voru tillögurnar einkum þrennar: 1. Að semja við Bretastjórn um leiðarbréf handa 10 eða 12 stórum kaupskipum til íslandsfarar. 2. Að bjóða Bretum að sjá um flutninga til landsins, unz ófriðnum lyki. 3. Að send yrði a. m. k. fjögur stórskip frá Þrándheimi eða Björgvin í marzmánuði 1808, sitt í hvern landsfjórðung. Má nærri geta, að stjórninni geðjaðist lítt að tveimur hin- uni fyrri tillögum, og var jafnvel ekki áhættulaust að bera slíkt fram fyrir hana. 9. jan. 1808 ritaði Trampe Rentukammerinu dóm sinn um tillögur þessar. Var það hans ráð að hvetja kaupmenn til siglinga frá Noregi til íslands, bjóða þeim váti-yggingar á skipum og vörum og verðlaun nokkur að auki. En til þess að varna því, að vara yrði seld óhóflega dýru verði á slíkum vandræðatímum, skyldi gera út a. m. k. fjögur skip fyrir konungs reikning og selja vörurnar við kostnaðar verði, að yfirsýn valdsmanna. Banna skyldi og útflutning matvöru. Stjórnin ákvað síðan, að heita vátryggingu og verðlaunum kaupmönnum þeim, er sigla vildi til íslands. En eigi vildi úún fallast á það, að senda skip fyrir konungs reikning, því að slíkt myndi draga úr siglingu kaupmanna, og eigi heldur banna útflutning matvöru. Var þetta birt með konungsúr- skurði 12. febrúar 1808» Nærri má geta, að Magnús hafi ekki verið með öllu óskyggn á slík úrræði sem þessi, er hann gerði tillögur sínar, heldur hafi hann frá upphafi séð, að þær vrði gagnslausar og alveg út í bláinn, ekki sízt eins og á stóð, er langflest íslandsför voru enn í haldi í Englandi og kaupmenn mjög lamaðir Ijárhagslega. Enda varð sú raun á, að enginn fekkst til þess að sæta tilboðum stjórnarinnar um sinn. Var svo horfið frá þessu ráði og lagði Rentukammerið til, að stjórn hinnar kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.