Andvari - 01.01.1944, Qupperneq 59
ANDVAIU
Magnús Stephensen og verzlunarmálin 1795-1816
55
komst ekki frá Kaupmannahöfn fyrri en um miðjan ágúst.
Áður en hann færi, var honum, með konungsbréfi 10. ágúst,
fengið í hendur allmjög aukið vald. Var það gert vegna sain-
gönguvandræðanna, og ef til vill eigi síður sökum þess, að ugg-
vænt þótti, að ísland yrði fyrir árás áf óvinum.14)
Þe gar svona horfði um konungsútgerð til íslands, færðist
ferðahugur í kaupmenn, er nú liöfðu lieimt flest skip sín. En
sýnt er, að þeir hugðu að nota tækifærið og knýja stjórnina
til þess að veita sér ýmis meiri hlunnindi. Sóttu nú tveir
þeirra, Busch og Knudsen, um hlunnindi ýmis í þessu skyni
°g var það veitt. Auk þess fekk Ivnudsen 15 þús. rd. lán af
kollektusjóði, samkvæmt konungsúrskurði 4. ágúst.15) Þótti
stjórninni vænt um þetta, og til þess að örva kaupmenn enn
meir, voru síðan, 19. ágúst og aftur 1. nóv., gefin út hoð til
k'yggingar íslandssiglingunni, um vátryggingu á skipum og
farnii við ófriðarhættu og' öðru tjóni.16) Var það lofsverð ráð-
1 áðstöfun, þótt að litlu haldi kæmi.
Magnús Stephensen tók sér fari frá Danmörku 3. sept. með
skipi Adsers Knudsens, er fyrr var nefndur. Gekk skipinu illa
°S er stutt frá að segja, að leki kom að því og lauk svo, að
^jja varð bæði skip og farm í Kristjánssandi um liaustið.
e‘t Magnús þá til Björgvinjar og beið þar færis að komast
áfi'ani lil Islands. Litlu betur tókst til fyrir Trampe greifa, því
•'ð hann missti af skipinu, sem átti að liíða hans í Þrándheimi.
n Um sinn var eigi kostur annarra skipa til íslandsferðar.
ar Þrándheimsskipið, Justitia, eina skipið, sem til íslands
com þetta ár, nema ef telja skal enskt víkingaskip, er um
sumarið kom til Reykjavíkur og hafði brott með sér jarða-
ókarsjóðinn. Létu Bretar það rán raltna síðar fyrir atbeina
goðra manna, lielzt Bjarna kaupmanns Sivertsens, enda var
d. erli 'úkinga óheimilt, ]iví að fé sjóðsins var ekki konungs-
eign.
Meðan Magnús Stephensen dvaldist í Björgvin, átti liann
stöðugum bréfaskriftum til Kaupmannahafnar um það, að
H ^lva® yr®i gei't fyrir verzlun íslendinga, þeim til bjargar.
e zti trúnaðarníaður hans i Höfn var Bjarni Thorsteinsson,