Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1944, Page 60

Andvari - 01.01.1944, Page 60
56 Þorkell Jóhannesson ANDVARI síðar amtmaður, en þá nýorðinn starfsmaður í Rentukam- merinu. Átti Bjarni stöðu sína mest að þakka Jensen full- trúa, er þá réð miklu í Rentukammerinu. Eru bréf Magnúsar til Bjarna enn til. Sjálfur reyndi Magnús að fá Björgvinjar- kaupmenn til íslandsfarar þegar um haustið. Horfði líklega um hríð, en varð þó að engu og fór svo oftar en einu sinni. Horfði og um stund til vöruskorts í Noregi sjálfum. Leið svo fram á vetur. Vonbrigðin voru sár. „Dimmir og þanlta- fullir gerast nú mínir löngu tímar“ segir Magnús i bréfi til Bjarna.17) Bað hann Bjarna að „hanga óaflátanlega í Jensen í föðurlandsins og menneskelighedens nafni“.18) Þetta mun Bjarni hafa gert. En stjórninni var sjálfri óhægt um vik og kaupmenn voru nú kröfuharðari en nokkru sinni fyrr. Um þetta kvartar Magnús. Og þegar hann heyrir, að Henkel kaup- maður, er sjálfur var stórauðugur, hafði krafizt láns af stjórn- inni, sem var í hinni mestu fjárþröng, varð honuni að orði: „Guði sé lof eg varð ei kaupmaður. Máske mín samvizka hefði orðið eins stálslegin."19) Um jólaleytið 1808 tók að liorfa vænlegar um vöruflutn- inga lil Noregs en um hríð áður. Og 3. jan. 1809 sendi Magnús Björgvinjarkaupmönnum nýárskveðju og kvaðst vona, að þeir léti fslendinga njóla þess, að nú var tekið að rakna fram úr vandræðum Norðmanna. Jafnframt þakkar hann Bull stipt- amtmanni í Björgvin áhuga hans á síðastliðnu hausti „for Menneskehedens Sag i Island“.20) Hafði Bull stutt Magnús drengilega. Er skammt af því að segja, að með þrautseigju og brennandi áhuga tókst Magnúsi að stofna félag með nokkr- um Björgvinjarkaupmönnum um að senda til íslands skipið Providentia, hlaðið ýmsum vörum. Lagði Magnús af stað heim- leiðis á skipi þessu 19. marz og kom hann til íslands 4. apríl. Meðan þessu fór fram gafst stjórnin alveg upp við það að semja við kaupmenn um íslandsferðir í bráð. Var því ákveðið með konungsúrskurði 3. í'ebr. 1809 að senda fjögur skip til íslands fyrir konungs reikning, svo fljótt sem unnt væri. Skyldi skipin búin frá Noregi. Bið varð á því, að framkvæmd yrði að ráðstöfun þessari.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.