Andvari - 01.01.1944, Page 94
90
Frámtíðarliorfur landbúnaðarins
andvaiu
ferð. Landgræðsla og skógrækt verða eitt af mikilvægustu verk-
efnum komandi ára. Þar er verkefni, sem öll þjóðin þarf að
sameinast um og hrinda fram á leið.
Um leið og ég læt þessum hugleiðingum .mínuni lokið, vil
ég taka það l'ram, sem raunar er greinilegt af því, sem hér
hefur verið sagt, að margt er í mikilli óvissu um, hvernig þróun
landbúnaðarins verður að styrjöldinni lókinni. Þó er það vafa-
laust, að miklar og róttækar hreytingar verða að eiga sér stað.
Þeir, sem starfa að þessum máluin, mega ekki hanga í gömlum
venjurn og úreltum atvinnuháLtum. En vér verðum jafnframt
að standa föstum fótum í hinni meira en þúsund ára bænda-
og sveitamenningu, sem land vort hefur fóstrað.
Það er liagsmunamál þjóðarinnar allrar, að landbúnaðar- og
sveitamenning verði slerkur ok veigamikill þáttur í þjóðarbú-
slcap vorum. Engin jijóð getur sótt fram á við og haldið menn-
ingu sinni í horfi, nema ræktun landsins og landbúnaðurinn
þróist i fullu samræmi við aðra þáttu þjóðlífsins.