Andvari - 01.01.1944, Side 95
andvaiu
Framt íð sj ávarútvegsins.
Eftir Sigurð Kristjánsson.
Handhægar skýrslur eru ekki til um það, hve mikilla verfi-
mæta Islendingar afla árlega, því að skýrslur eru engar til
um innanlandsneyzluna. En sökum þess, að mestur hluti þess,
seni aflað er, flyzt út úr landinu á erlenda markaði, og að um
þetta eru til nákvæmar skýrslur, kemur þetta ekki að sök.
Hlutfallið milli verðmæta útfluttra sjávarafurða og annarra
útflutningsverðmæta hefur nokkur undanfarin ár verið ]iað,
seni eftirfarandi skrá sýnir:
Ar li)38 . . . . . . 82,6 % Verðmæti kr. 48,4
• 193!) ... ... 84,0 — — — 59,3
• 1940 ... . . . 95,7 — — — 127,4
- 1941 ... ... 95,2 — — — 179,5
• 1942 ... . . . 1)6,1 — — — 192,8
■ 1943 .. . . . . 90,1 — — — 205,4
Miðað við fólksfjölda eru íslendingar langmesta l'iskveiða-
l'jóð heims. Til þess liggja margar orsakir, senr síðar verður
uiinnzt á. En eflaust hafa Islendingar ekki almennt athugað
það, hve tiltölulega örlítill hluti þjóðarinnar það er, sem aflar
þeirra miklu verðmæta, er úr sjónum koma.
Fiskiskipafloti fsléndinga er örlítill. Hann var í lok siðasta
úrs aðeins 26 (»27 rúmlestir brúttó. Mikið vantaði á, að öll skip-
in tæki þátt í veiðunum. Til þess liggja ýmsar ástæður, sem
ekki verða raktar hér. En á fiskiskipin voru skráðir ö 00.i
uienn, þegar í’lest var, en að meðaltali yfir árið 3 543 menn.
ikið er þessi fámenni hópur, sem s. 1. ár fleytti að landi afla,
Sein gerði í útflutningsverðmætum yfir tvö hundruð milljonir
króna.