Vaka - 01.06.1928, Side 7
[vaka]
G. F.: IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
133
ingja, sveitardrætti og flokkadeilum. Þa8 átti að koma
síðar.
Hins vegar fann eg ríkulega í hinum íslenzku ætta-
sögum það, sem eg þurl'ti til manngervingar þeim geðs-
hræringum, hugmyndum og hugsunum, er eg þá var
gagntekinn af eða að minnsta kosti vöktu Jjóst eða
óljóst fyrir inér. Þessa norrænu bókmenntaþætti úr
persónusögu sögualdar vorrar hafði eg ekki þekkt áður,
naumast heyrt þeirra getið. Þá harst mér af tilviljun
í' hendur þýðing N. M. Petersens, sem er ágæt, að
minnsta kosti málblærinn á henni. í þessum ættarsög-
um með margskonar viðhorfi og viðureign karls við
karl, konu við konu, manns við mann, blasti við mér
persónulegt, auðugt, gróandi líf; og af þessu samlífi
mínu við allar þessar fullgervu, sérstæðu, persónulegu
konur og karla urðu til í huga mínum fyrstu, óljósu
frumdrættirnir að „Víkingunum á Hálogalandi.
Hve mikið af einstökum atriðum fékk ákveðna mynd
í huga mínum, get eg ekki lengur sagt. En eg man vel,
að þær tvær persónur, sem eg fyrst kom auga á, voru
konurnar tvær, sem síðar urðu Hjördís og Dagný.
Stór vei/.Ia með ögrandi og örlagaþrungnum árekstri
skyldi vera í leiknum. Annars ætlaði eg að taka allt
það af skaplyndi manna, ástríðum og viðureign, er mér
virtist einkenna bezt líf manna á söguöldinni. I stuttu
máli, það sem Völsungasaga hafði steypt í söguform,
ætlaði eg að setja í 'sjónleik“.
Ibsen segir oss enn fremur, að systurnar Margrét
og Signý í „Gildet pá Solhaug“ séu raunar sömu per-
sónurnar og fóstursysturnar Hjördís og Dagný i „Vík-
ingunum" og Guðmundur Állsson í „Gjldet pá Sol-
haug“ sami maður og Sigurður hinn sterki í „Víking-
unum“. A8 því leyti má rekja „Gildet pá Solliaug“
til áhrifa frá sögum vorum. En hitt varðar oss þó
meira, hvað það var, sein dró Ibsen að íslendingasög-
um og Völsungasögu, sem hann þarna hefir notað