Vaka - 01.06.1928, Síða 8
134
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
jöfnum höndum, hvað það var, sem gerði þær vel
fallnar til „manngervingar þeim geðshræringum, hug-
myndum og hugsunum“, sem hann þá var gantekinn
af. I augum Ibsens stóð þroska einstaldingsins hætta
af þjóðfélaginu með öllum þess lögum og hömlum, venj-
um, tilliti og tiktúrum, er binda menn við borð, hamla
frjálsri hreyfingu þeirra og gera þá hálfa og hikandi.
Hugsjón hans voru heilir inenn, frjálsir menn, djarfir
drengir, er lifðu samkvæmt eðlislögum sjálfra sín.
Slílca menn þóttist hann finna í sögunum, fullgerva,
sérstæða, persónulega, karla og konur, er þorðu að
láta hugsun sína koma fram miskunnarlaust, i orði og
verki, og létu gamminn geisa.
Af þessum toga eru „Víkingarnir" spunnir. Þeir eru
eflaust merkilegt skref á þroskabraut Ibsens. Sögustíll-
inn hefir hersýnlega haft djúp áhrif á málfar hans.
Tilsvörin eru að jafnaði stutt og kjarnyrt og persón-
urnar tala til jafnaðar y6 styttra í senn, heldur en i
næsta sjónleik hans á undan, „Fru Inger til Östrát“.
Oft er orðalagið í ætt við spakmæli, en reyndar er þá
sumt al’ því tekið beint úr sögunum, héðan og þaðan.
En persónur og atvik leiksins eru og flest gamlir kunn-
ingjar úr sögunum. Sigurður og Gunnar líkjast nöfnum
sínum í Völsungasögu, Dagný Guðrúnu og Hjördís
Brynhildi. Sigurður sterki nær Hjördísi fyrir Gunnar
með því að vega björninn í stað þess að ríða vafur-
ioga. Að öðru leyti er aðferðin eins. Bogastrengurinn
úr konuhári á ætt sína að rekja til Njálu. Drápa Örn-
ólfs er stæling á Sonatorreki Egils, mannjöfnuðurinn
lausleg stæling eftir sögunum og stundum eru tilsvörin
alveg steypt í gömul mót, t. d. þetta: „Mjög taka þau
nú að tíðkast þrekvirkin; þú hefir vegið son fóstra
míns, og eg hefi snúið streng þennan síðan um aftur-
elding“. Eða þetta: „Hefir Hjördís komið hér?“
„Eigi veit eg það; en hitt veit eg, að bogi hennar
hefir hér komið“.