Vaka - 01.06.1928, Síða 10
136
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
og gef eigi gaum að þessu, því a8 vant er að sjá, aö
þessi dómur haldist, því að þar var engi minn uin-
boðsmaður". Helgi svarar: „Hverr er þinn umboðsmað-
ur?“ Sveinninn mælti: „Guð og hin helga María, og' hinn
helgi Ólafur konungur, þeim hefi eg fengið mitt mál
í hendur, og þau skulu sjá hlut til handa mér um land-
skifti og aðra hamingju“. Og konungshugsjón Hákon-
ar, er Ibsen gerir svo mikið úr, gægist fram í orðum
Iians, er hann var ungur hjá Inga konungi og vinir
hans vildu fá hann til að risa á móti konunginum:
„er það óráðlegt að etja þeim saman, er allir ætti ein-
skjaldar að vera; vil eg heldur biðja, að guð gefi mcr
slíkt af mínum föðurarfi, sem hans er mildi til, hvern
tima sem það kemur fram“.
Skúli var andstæðan, með óslökkvandi þorsta eftir
æðstu tign og völdum, en jafnframt hikið, hálfleikann,
efann um rétt sinn og þar með brennandi þörf á trausti
annara á sér.
Hér er ekki ráðrúm til að rckja, hvernig Ibsen hefir
notað heimild sína, því að það yrði langt mál og flókið.
Hákonar saga Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðarson er
allt ahnað en yfirlitsgóð eða leikræn. En Ibsen hefir
tekizt að draga út úr sögunni þau atriðin, sem bezt eru
fallin lil að varpa Ijósi yfir persónurnar og gela gangi
leiksins líf og afl. Til þess að koma þessu frani hefir
hann stundum látið það verða samtímis, er ekki var
það samkvæmt sögunni, eða á öðrum stað en það gerð-
ist. Hann lætur t. d. í 1. þætti járnburð Ingu konungs-
móður 1218 og höfðingjafundinn í Bergen 1223 verða
samtímis og Hákon þá festa sér Margréti Slmladóttur,
en það var 1219. Hann lætur hréfagerð Skúla vestur
um haf og fregnina um dráp Valgarðs Veradals koma
fyrir í brúðkaupsveizlu Hákonar í 2. þætti, en hvort-
tveggja var áður. Hann lætur í 3. þætti Skúla taka sér
konungsnafn í Osló, í stað þess á Eyraþingi, og lætur