Vaka - 01.06.1928, Side 13
[vaka]
IBSEN OG ÍSLENDINGAR.
139
um með vissu, að Hákon konungur sé vestur frá; það
er eitthvað, sem þeir eru kátir yfir.
Skúli konungur. Þeir eru Víkverjar, og Víkverjarnir
eru mér andvígir.
Játgeir. Þeir skopast að þvi, að ekki var unnt að koma
helgiskríni Ólafs konungs út á þingvöllinn, þegar þér
voruð hylltur; þeir segja, að það sé ills viti.
Skúli konungur. Næsta sinn, er eg kein til Niðaróss,
skal skrínið út; það skal standa undir beru ’ofti, þó
að eg yrði að rífa Ólafskirkju að grunni og jafna tópt-
inni við þingvöllinn.
Játgeir. Rösklegt verk er það; en eg skal kveða um
það kvæði, er sé engu órösklegra.
Skúli konungur. Áttu mörg ókveðin kvæði, Játgeir?
Játgeir. Nei, en mörg ófædd; þau eru getin hvert fyr-
ir sig, fá líf og svo fæðast þau.
Skúli konungur. Og ef eg, sem er konungur og hefi
völdin, léti drepa þig, mundi þá hver ófædd skáld-
hugsun, er með þér býr, deyja með þér?
Játgeir. Herra, það er stór synd að drepa fagra
hugsun.
Skúli konungur. Eg spyr ekki hvort það sé synd,
heldur hvort það sé gerlegt!
Játgcir. Eg veit ekki.
Skúli konungur. Hefir þú aldrei átt annað skáld að
vini, og hefir hann aldrei lýst l'yrir þér miklu og dýr-
legu kvæði, sem hann ætlaði að yrkja?
Játgeir. Jú, herra.
Skúli konungur. Óskaðir þú þá ekki, að þú gætir
drepið hann, til þess að ná í hugmynd hans og yrkja
kvæðið sjálfur?
Játgeir. Herra; eg er eklti ófrjór; eg á sjálfur börn;
eg þarf ekki að elska annara. (Fer).
Skúli konungur. íslendingurinn er vissulega skáld.
Hann talar lieilagan sannleilcann og veit það ekki. Eg
er eins og óbyrja. Þess vegna elska eg hið konunglega