Vaka - 01.06.1928, Page 16
142
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
Játgeir. Ekki ætíð.
Skúli konungur. Þú þarft að eins að fórna ókveðnu
kvæðunum þínum.
Játgeir. Ókveðin kvæði eru allt af fegurst.
SIcúli konungur. En eg verð — eg verð að hafa
mann, sem treystir mér! Að eins einn einasta! Eg finn
það, — hefði eg hann, þá væri mér borgið!
Jálgeir. Treystið yður sjálfum, þá er yður borgið!
Páll fliðg (kemur í skyndi). Skúli konungur, verjið
yður nú! Hákon Hákonarson liggur við Elgjarnes með
allan flota sinn.
Skúli konungur. Við Elgjarnes —! Hann er þá ekki
langt burtu.
Játgeir. Nú skal hervæðast! Verði hér mannfall í
nótt, skal eg glaður vcrða hinn fyrsti, er fellur fyrir
yður!
Skúli konungur. Þ ú , sem ekki vildir lifa fyrir mig.
Játgeir. Maður getur fallið fyrir æfistarf annars
manns, en eigi hann að lifa áfram, þá verður hann að
lifa fyrir sitt. (Fer).
Játgeir skáld var Torfason og virðist hafa verið all-
lengi með Skúla jarli og mikill trúnaðarmaður hans,
sem sjá má af því, að hann er stundum í sendiferðum
fyrir Skúla, er traustan mann þurfti til. Annars vitum
vér því miður fátt um hann, og nú er að eins ein vísa
til eftir hann. Hún er um félaga hans, er Þórir flík hét,
og er um það, að hann hafi verið nákvæmur við stúlku
i Túnsbergi meðan Játgeir barðist við Ribbunga á Kýr-
fjalli. Játgeir féll síðar í Kaupmannahöfn fyrir einum
af mönnum Hákonar konungs.
Fyrir oss íslendinga er það gaman, að í meðferð
Ibsens á Játgeiri speglast annars vegar skilningur hans
á íslendingseðlinu og hins vegar er auðfundið, að Ib-
sen leggur Játgeiri þau orð í munn, er hann vildi sjálf-
ur sagt hafa. Vér könnumst vel við einkenni Játgeirs.