Vaka - 01.06.1928, Side 18
144
GUÐM. FINNBOGASON:
[vaka]
veggjarins og' hve mikið frá huga áhorfandans. Svo er
um „Konungsefnin“. Þau eru samruni hins forna og
nýja, efni Sturlu og anda Ihsens. —•
Ef vér nú lítum á hitt, hvað íslendingar hafi sótt til
Ibsens, þá hafa auðvitað rit hans verið allmikið lesin
hér á landi á frummálinu, og eflaust hafa sum leik-
ritaskáld vor lært meira og minna af meðferðum hans.
En slík áhrif er afar erfitt að rekja, svo að með nokk-
urri vissu sé, enda skal það ekki reynt hér. En nokkur
hending um mat íslendinga á verkum Ihsens er það,
hvað þýtt hefir verið á íslenzku af þeim, eða leikið, og
er því vert að telja það upp. Að eins þrír af sjónleik-
um Ihsens hafa verið prentaðir á íslenzku: Vikingarnir
á Hálogalandi, þýddir af Indriða Einarssyni og Eggert
Ó. Brím, Reykjavík 1892; Brandur, þýddur af Matth.
Jochumssyni, Reykjavík 1898 (Hannes Hafstein hafði
þýtt meginið af 4. þætti leiksins, í Verðandi 1882);
Pctur Gauiur, þýddur af Einari Benediktssjmi, 1. útg.
Reykjavík 1901, 2. útg. 1922; Þjóðníðingnr, Aftur-
göngur og Heimilisbrúðan eru til í handriti, í þýðingu
Bjarna Jónssonar frá Vogi, Vcizlan á Sólliaugiim í þýð-
ingu Jakobs Jóh. Smára og loks Villiöndin í þýðingu
Guðbrands Jónssonar. — Samkvæmt skýrslu Indriða
Einarssonar lék Leikfélag Reykjavíkur Víkingana 1902
—!'03, 5 kvöld, 1922—’23, 11 kvöld, Þjóðníðing 1907—
’08, 4 kvöld, Afturgöngur 1904—’05, 6 kvöld, og 1920
—’27, 3 kvöld; auk þess var Heimilisbrúðan leikin um
sumarið 1905, 3 eða 4 kvöld.
Af kvæðum Ibsens hel’ir Matth. Jochumsson þýtt
þessi: Þorgeir í Vík, Málmneminn, Unga vínið, Til
þeirra, sem eftir lifa, Til vinar míns, bgltingamanns-
ins (Hka þýtt af Hannesi Hafstein), Ljóshræddur,
Abrahams Lincolns morð (líka þýtt af Einari Bene-
diktssyni), Loftfararljóð (Skírnir 1915). Hannes Haf-
stein: Vald endurminninganna, Sigurður Sigurðsson