Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 19
[vaka] IBSEN OG ÍSLENDINGAR. 145
frá Arnarholti: Farin, Guðmundur Guðmundsson:
Vögguvisa, Gestur: Sólveigarsöngur.
Eins og þetta yfirlit sýnir, eigum vér sumar dýrustu
perlurnar úr fjársjóði Ibsens í íslenzkum þýðingum.
Mest er um það vert, að tvö andríkustu verlc hans,
Brandur og Pétur Gautur, hafa verið þýdd, sitt af hvoru
stórskáldi, Matlhíasi Jochumssyni og Einari Benedikts-
syni.
Vér höfum raunar orð beggja fyrir þvi, hvað það
var, sem dró þá til að „deila orðspeki“ við Ibsen: Þeir
vildu fá sig fullreynda, og um leið reyna mátt og megin
islenzkunnar.
Matthías segir frá því í „Söguköflum“ sínum, að
hann hitti Ibsen í Kaupmannahöfn 1885. „Eg sagði
honum“, segir hann, „að bæði „Brandur“ lrans og
„Þorgeir í Vík“ væri ltomnir á íslenzku. „Hver þýddi?“
spurði hann. „Það gjörði eg, og lagði mig allan til, þvi
að erfiðari höfund þekki eg ekki“. Hann glotti, en svar-
aði fáu“.
Einar Benediktsson segir í formálanum fyrir 1. útg.
af Pétri Gaut sínum:
„Eg vildi reyna að koma einmitt þessu riti á islenzka
tungu, því að eg hefi aldrei séð neitt erlent sltáldrit,
sem gæti betur reynt og treyst á hæfileika tungu vorr-
ar til þess að vera lifandi þjóðmál, jafnhliða öðrum
málum heimsins, fært í allan sjó og fallið til þess, að
taka öllum þeim framförum vaxandi menningar, sem
nútiminn heimtar og veitir“.
Það er ekki lítilsvert fyrir vöxt og viðgang hverrar
tungu, að henni sé ekki eingöngu beitt við að frum-
semja verk, heldur og til þýðinga á útlendum úrvals-
ritum. Sá, sein frumsemur rit á móðurmáli sínu, verð-
ur allt af meir en hann veit af bundinn við þær hugs-
anir, sem þegar hafa fengið búning í málinu, og freist-
ast því stundum til að „sveigja hjá“, eins og Pétur
10