Vaka - 01.06.1928, Side 21
K J ORDÆM ASKIPUNIN.
Oftsinnis hafa heyrzt raddir um þa6, að breyta þurfi
kjördæmaskipun vorri. Enda lætur það að líkindum,
að þessu máli hafi eigi fremur en öðrum verið ráð-
stafað svo i öndverðu, að til eilifðar mætti standa.
ÖII eru verk manna af skammsýni unnin, en lifið
hinsvegar ríkt breytinga og þróast samkvæmt óstöðv-
andi náttúrulögmáli. Nýjar kenningar, nýjar kröfur,
nýjar hugsjónir koma stöðugt fram á sjónarsviðið,
sækja á það, sem fyrir er, og heyja harða baráttu, unz
jafnvægi er fundið — í bráð.
Þrátt fyrir itrekaðar óskir um breytingu á kjör-
dæmaskipuninni, bæði innan þings og utan, hefir þó
setið við gamla skipulagið, næstum óbreytt, i nærfellt
níu tugi ára. Virðist því tími til kominn, að menn gefi
þessu mikilsvarðandi og margþætta máli nánari gætur
en hingað til hefir verið gert. Enda er það deginum
Ijósara, að málið verðskuldar að komast alvarlega á
dagskrá hjá þjóðinni og hlýlur að gera það fjfrr eða
síðar. Ranglætið verður aldrei eilíft.
Rétt er að geta þess í öndverðu, að málflutningur
minn er algerlega ópólitíslcur og ekki í neinu byggður
á tilliti til einstakra stjórnmálaflokka í landinu, né
ætlaður nokkrum þeirra til hagsbóta. Ég mun hér leita
réttlætisins eins og fylgja því fram, er mér þykir þjóð
vorri fyrir beztu.
Stjórnskipulag vort er þingbundin konungsstjórn.
Það er ekki að ófyrirsynju, að þingið er nefnt fyrst,
þegar talað er um stjórnskipulagið. Allt stjórnarvaldið,
i eiginlegri merkingu þess orðs, er nefnilega hjá þing-
inu, að dómsvaldinu einu undanskildu, — sem betur