Vaka - 01.06.1928, Síða 26
152
THOR THORS:
[VAKA.1
fellssýslu skift í tvö kjördæmi, er hvort kysi einn þing-
mann, í stað þess, að hún hafði þangað til haft að eins
einn þingmann. Urðu þá þjóðkjörnir þingmenn 21.
Með stjórnarskránni 5. jan. 1874, 14. gr., er svo á-
kveðið, að þjóðkjörnir þingmenn séu 30, en konung-
kjörnir 6. í fyrsta bráðabirgðaákvæði stjórnarskrárinn-
ar er svo fyrir mælt, að eftirfarandi 9 kjördæmi:
Gullbringu- og Kjósarsýsla, Árnessýsla, Rangárvalla-
sýsla, ísafjarðarsýsla, Húnavatnssýsla, Skagafjarðar-
sýsla, Eyjafjarðarsýsla, Norður-Múlasýsla, Suður-Múla-
sýsla, kjósi tvo þingmenn, en hinar sýslurnar ásamt
Reykjavík einn hver. Þessi skipan var svo að fullu lög-
fest með 1. nr. 16, 14. sept. 1877, um kosningar til AI-
þingis. Skipan þessi stóð óbreytt í fullan aldarfjórð-
ung, og er því fróðlegt að athuga ofurlítið, við hvérn
rctt hún hefir stuðzt og á hvaða stoðum hún hafi
hvilt.
Arið 1880 voru landsbúar alls 72.450, en kjósendur
á öllu landinu 6.557. Koma bví um 2415 íbúar á hvern
þingmann, en 218 kjósendur að meðaltali. Helztu van-
smíðin við þessa skipan lýsa sér í því, að eftirfarandi
kjördæmi hafa þenna ibúafjölda f r a m y f i r m e ð a 1-
tal :
Suður-Þingeyjarsýsla .............. 1352 ibúa.
Snæfellsnessýsla .................... 857 —
Árnessýsla .......................... 713 —
Barðastrandarsýsla .................. 442 —
Gullbringu- og Kjósarsýsla .......... 415 —
ísafjarðarsýsla ..................... 360 —-
Reykjavík hafði þá að eins 152 ibúa fram yfir meðal-
tal.
En neðangreind kjördæmi höfðu þenna íbúafjölda
f y r i r n e ð a n m e ð a 11 a 1 :
Norður-Múlasýsla .................. 502 íbúa.
Strandasýsla ...................... 554 —
Suður-Múlasýsla ................... 614 —