Vaka - 01.06.1928, Qupperneq 28
154
THOR THORS:
[vaka]
dæmi, er hvert kysi einn þingmann. En meðfram
vegna væntanlegrar fjölgunar á þingmönnum, samkv.
frumvarpi því til stjórnskipunarlaga, er lá fyrir þessu
þingi, var sú tillaga felld, en í stað þess samþykkti
neðri deild svohljóðandi þingsályktun: „Að skora á
stjórnina að leita álits allra sýslunefnda og bæjar-
stjórna um það, hvernig kjördæmaskipun mundi hag-
anlegast komið á í hverju umdæmi, svo og að leggja
að því búnu fyrir næsta þing þar á eftir frumvarp til
laga um nýja kjördæmaskipun“.
Árið 1902 var þó, með 1. nr. 3, G. nóv., gerð sú smá-
vægilega breyting á kjördæmaskipuninni, að ísafjarð-
arsýslu var skift í tvö kjördæmi, Vestur-ísafjarðarsýslu
annars vegar og Norður-ísafjarðarsýslu ásamt ísafjarð-
arkaupstað hins vegar, er hvort kysi einn þingmann.
Samkv. stjórnarskipunarlögunum frá 3. okt. 1903
var þingmönnum fjölgað um fjóra og voru því á Al-
þingi 1903 samþykkt lög um það, hvernig þessir þing-
menn skyldu kosnir. Skyldi Reykjavik kjósa einn
þeirra, en hina þrjá þrjú ný kjördæmi, sem sé kaup-
staðirnir ísafjörður, Akureyri og Seyðisfjörður, sinn
Jjingmanninn hvert. Var þess almennt getið al þing-
mönnum, að þessi skipun væri þýðingarlítil, þar sem
henni væri ekki ætlað að standa til frambúðar, þar eð
endurskoðun kjördæmaskipunarinnar stæði nú fyrir
dyrum.
Skifting þessi var í fyllsta máta óréttlát, ef taka
hefði átt tillit til fólksfjölda. Hefði þá, eins og síðar
skal sýnt fram á, Reykjavík átt að fá tvo af þessum
fjórum nýju þingmönnum, Norður-ísafjarðarsýsla á-
samt ísafirði einn lil viðbótar og Eyjafjarðarsýsla á-
samt Akureyri einn til viðbótar. — Enn fremur hefði
mátt, þá um leið, sameina Austur-Skaftafellssýslu og
Vestmannaeyjar í eitt kjördæmi með einum þingmanni
og veita Suður-Þingeyjarsýslu einn þingmann til við-
bótar.