Vaka - 01.06.1928, Page 34
160
THOR THORS:
[vaka]
verður að teljast með veikasta móti til andstöðu, ef á
það er leitað, er liættan augljós.
Ég þykist nú hafa hent á, að kjördæmaskipunin er
óréttlát og að henni her að breyta. —
Þegar í það er ráðizt, er rétt að gera sér grein fyrir,
hvernig aðrar þjóðir skipa þessuin málum sínum, ef
ske kynni að hafa mætti það lil hliðsjónar og eitthvað
af því læra.
Því miður er ekki rúm til að rekja það efni hér.
Þess vil ég þó aðeins geta, að hvergi í hinum mennt-
aða heimi, og ég lield reyndar hvergi yfirleitt, ríkir eins
úrelt kjördæmaskipun og hér á landi. Næstuin þvi
hvarvetna eru hafðar hlutfallskosningar og þingmanna-
fjöldi kjördæmanna miðaður við íbúafjölda. Á Eng-
landi, sem er að heita má einasta þingræðislandið í
Evrópu, þar sem ekki eru viðhafðar hlutfallskosning-
ar, stendur fulltrúafjöldi héraðanna í beinu hlutfalli
við fólksfjöldann.
I þessu efni sem öðrum verðum vér íslendingar að
taka það skipulag, sem hezt hæfir landsháttum hér og
þeirri hugsjón, er liggur til grundvallar úrlausnar-
efninu.
Ég gæti hugsað mér þijár leiðir, sem aðallega gætu
komið til greina:
1) Landið sé allt eitt kjördæmi með hlutfallskosn-
ingum.
2) Landinu sé skift í eintóm einmenningskjördæmi,
með uppbótarþingsætum í hlutfalli við atkvæða-
fjölda.
3) Landinu sé slcift i nokkur stór kjördæmi með
hlutbundnum kosningum og nokkrum uppbótar-
þingsætum.
Hvað viðvíkur fyrstu leiðinni, að gera landið alll
að einu kjördæmi, þá má auðvitað þegar finna það
þessu skipulagi til gildis, að með því mundi það ef til
vill hezt tryggt, að hvert einstakt atkvæði, hver einasti