Vaka - 01.06.1928, Page 35
Ivaka) KJÖRDÆMASKIPUNIN. KU
kjósandi, nyti sín til t'ulls. Ennfremur, að þingmenn
losuðust þá úr viðjum hagsmunastreitu hinna ein-
stöku héraða. Einnig mætti ætla, að sjóndeildarhring-
ur þingmanna yrði viðari og þeir óháðari kjósendum.
En þrátt fyrir þetta verður að álykta, að þetta skipu-
lag eigi ekki við hér á landi. Veldur þar um mestu
stærð landsins og strjálbýli. Því að enda þótt æskilegt
sé, að þingmenn séu ekki of háðir kjósendum sínum
og kvabbi þeirra, þá verður þó að telja nauðsynlegt,
að nokkurt samband sé þeirra á milli. Væri hinsvegar
landið allt eitt kjördæmi, gæfist lcjósendum eklci tæki-
færi til að kynnast nema rétt einstökum þingmönnum
eða frambjóðendum og væru þeir því oft í vanda staddir
um það, hverjum þeir ættu að greiða atkvæði sitt. Enn-
fremur yrði kosningabaráttan ærið erfið frambjóðend-
um og mörgu áiitlegu þingmannsefni eigi kleift að
leggja í hana sakir óhæfilegs kostnaðar og timaeyðslu.
Loks er það, að klíkuvald flokkanna yrði of ríkt með
þessu skipulagi. Mér finnst þvi, að hér á landi beri að
hafna slíkri skipun.
Þá er önnur leiðin, sem sé sú, að skifta landinu
í einmenningskjördæmi með uppbótarþingsætum í
hlutfalli við atkvæðafjölda. Til þess þyrfti þá að skifta
núverandi fleirmenningskjördæmum í smærri hluta, og
til að koma frekara réttlæti á, þyrfti víða einnig að
breyta núverandi einmenningskjördæmum. Ég hygg, að
hér á landi mundi skifting þessi þykja ærið óeðlileg og
sumstaðar jafnvel ófrainkvæmanleg. Þelta ætti sér t. d.
stað um Reykjavík. Það væri ekki kleift að finna nokk-
ur landmörk eðlilegrar skiftingar Reykjavíkur-bæjar
í þau 7—8 kjördæmi, sem bænum ber. Engar ástæður
er heldur hægt að finna til þeirrar skiftingar. Bærinn
skiftist ekki í hverfi eftir atvinnu manna eða hags-
munum. Allar stéttir bæjarins, allir hinir margvíslegu
hagsmunir bæjarbúa og lífskjör — allt er þetta dreift
nokkurnveginn jafnt um allan bæinn, án nokkurrar
11