Vaka - 01.06.1928, Side 37
[vaka]
KJÖRDÆMASKIPUNIN.
163
tima- og fjárey?5slu. Ég hygg að öllu þessu megi ná
meÖ þeirri skipun, er nú skal greint frá.
Landinu sé skift í þessi 7 kjördæmi:
Reykjavík sé eitt kjördæmi.
Borgarfjarðarsýsla, Mýrasýsla, Snæfellsness-
og Hnappadalssýsla og Dalasýsla, allar saman, séu
a n n a ð kjördæmi.
Barðastrandarsýsla, ísafjarðarsýslur ásamt
ísafjarðarkaupstaði og Strandasýslu séu þ r i ð j a
kjördæmið.
Húnavatnssýslur, Skagafjarðarsýsla, Eyja-
fjarðarsýsla ásamt Akureyrarkaupstað séu f j ó r ð a
kjördæmið.
Þingeyjarsýslur, Norðurmúlasýsla og Seyð-
isfjörður séu f i in m t a kjördæmið.
Suður-Múlasýsla, báðar Skaftafellssýslur og
Vestmannaeyjar séu sjötta kjördæmið.
Rangárvallasýsla, Árnessýsla og Gullbringu-
og Kjósarsýsla séu s j ö u n d a kjördæmið.
Þingmenn séu 42.
Þingmannafjöldi hvers einstaks kjördæmis fari eftir
kjósendafjölda þess og sé Hagstofunni fjórða hvert ár
falinn útreikningur þess, enda sé hann skuldbindandi
til fjögra ára i senn. Skal hann miðaður við, að kjósa
beri 36 þingmenn, en síðan sé 6 þingsætum jafnað nið-
ur í hlutfalii við atkvæðamagn flokkanna og þing-
mannafjölda.
Þá vil ég leitast við að rökstyðja þetta skipulag ofur-
lítið nánar.
Ekkert þessara kjördæma er svo stórt, að ekki sé
auðvelt að ná til allra kjósenda innan þess og verður
þefta auðveldara með hverju ári, eftir því sem sam-
göngur aukast og verða ódýrari. Hinsvegar er það svo,
að öll eiga kjördæmin sterk sameiginleg áhugamál, bæði
vegna atvinnu manna, aðdrátta til héraðanna og flutn-
inga þaðan. Innan hvers kjördæmis geri ég ráð fyrir,