Vaka - 01.06.1928, Síða 41
Ívaka]
UTLA GKITIN HANS SKRA SIGURÐAR.
167
að vera á beit inni á túni. Geiturnar þurfa að hafa
rýinra um sig.
Frá þessu augnabliki fékk hún ógeð á grasinu á tún-
inu. Leiðindin gagntóku hana. Hún megraðist og hún
missti nytina. Það var hörmung að sjá hana vera að
loga í tjóðurbandið allan daginn, höfðinu sneri hún í
áttina til fjallsins og hún sagði „me-me“ í sorgarróm.
Séra Sigurður tók eftir þvi, að eitthvað gekk að geit-
inni, en hann vissi ekki, hvað það var. Einn morgun,
þegar búið var að mjólka hana, þá sneri hún sér að
honum og sagði við hann á sinu máli:
— Heyrið þér, séra Sigurður, inér leiðist hjá yður,
lofið þér inér að fara upp á fjall.
— Guð minn góður, — þessi lika, hrópaði séra Sig-
urður, og sleppti allt í einu mjólkurfötunni, svo settist
hann í grasið við hliðina á geitinni og sagði:
Hvað er þetta, Hvitla min, viltu fara frá mér?
Og Hvítla svaraði:
— Já, séra Sigurður.
— Hefirðu ekki nóg að bíta hérna, vantar þig meira
gras?
— Nei, nei, séra Sigurður.
— Þú ert kannske í of stuttu tjóðri, viltu fá lengra
band?
— Það er ekki það, séra Sigurður.
Hvað er þá að, hvað viltu þá?
— Eg viI fara upp á fjall, séra Sigurður.
— En ólánsgreyið þitt, þú veizt ekki, að úlfurinn er
uppi á fjallinu. Hvað ætlar þú að gera, þegar hann
kem u r ?
— Ég stanga hann með hornunum mínum, séra Sig-
urðu r.
— Úlfurinn hlær vist dátt að hornunum þínum. Hann
hefir étið fyrir mér geitur, sem hafa verið öðruvísi
hyrndar en þú. Þú kannast við hana Surtlu, sem var
hjá mér í fyrra. Þelta var afbragðs skepna, sterk og